Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta og er allt starf skólans í anda þeirra. Hlutverk grunnskólans er ákvarðað í lögum um grunnskóla en þar segir í 2. grein: „Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun”. Í Víðistaðaskóla er lögð áherslu á að undirbúa nemendur undir framtíðina á lýðræðislegan hátt. Lögð er áhersla á að rækta með nemendum umburðarlyndi, víðsýni og ábyrgð ásamt virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Með því er lagður grundvöllur að sjálfstæðri hugsun nemenda og hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Þá er lögð áhersla á að veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar með nútímatækni og hæfni til að nýta hana sem ýtir undir stöðuga viðleitni til menntunar og þroska svo nemendur geti nýtt þau tækifæri sem lífið býður upp á.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla