Nemendur

Nemendur í Víðistaðaskóla

Í vetur eru um 630 nemendur í skólanum. Víðistaðaskóli er staðsettur í einstöku umhverfi. 

Skólinn kúrir í hrauninu, umvafinn mjög fjölbreyttum náttúrulegum og manngerðum svæðum til gagns og ánægju öllum þeim sem þar starfa. Víðistaðaskóli er heildstæður grunnskóli með bekkjardeildir frá 1. – 10. bekk.

Heilsdags vistun er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk.

Grunngildi Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta og marka þau starfsáætlun skólans. Hlutverk grunnskólans er ákvarðað í lögum um grunnskóla en þar segir í 2. grein: „Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun”. Í Víðistaðaskóla er lögð áherslu á að undirbúa nemendur undir framtíðina á lýðræðislegan hátt. Við ræktum með nemendum umburðarlyndi, víðsýni og ábyrgð ásamt virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Með því teljum við að lagður sé grundvöllur að sjálfstæðri hugsun nemenda og hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Þá viljum við veita þeim tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð og reglusemi sem stuðlar að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska svo nemendur geti nýtt þau tækifæri sem lífið býður upp á.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is