Sálfræðiþjónusta

Sálfræðingur er starfandi í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar. Sálfræðingur hvers grunnskóla sinnir greiningu, fræðslu og ráðgjöf en sinnir ekki meðferð. Tilvísanir til sálfræðings berast í gegnum nemendaverndarráð eða lausnarteymi grunnskólans, samþykki foreldra verður ávallt að liggja fyrir. Tilefni beiðna geta verið margvísleg en sérstök áhersla er lögð á snemmtækt mat og greiningu á stöðu nemanda vegna náms, hegðunar og sálrænna erfiðleika. Einnig er veittur stuðningur við nemendur, foreldra og kennara í formi ráðgjafar, fræðslu og eftirfylgni. Nánari upplýsingar um þjónustuna fást í hverjum grunnskóla.

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is