Reglur vegna niðurfellingar á fæðisgjaldi

Í janúar 2019 var gerð breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði.

Ef þrjú systkini á grunnskólaaldri eða fleiri, með lögheimili í Hafnarfirði og með sama fjölskyldunúmer í Þjóðskrá, eru í mataráskrift greiðir Hafnarfjarðarkaupstaður að fullu hádegisverð frá og með þriðja systkini. Forsjáraðili /forráðamaður greiðir aldrei hádegisverð fyrir fleiri en tvö systkini á sama tíma. Ekki þarf að sækja sérstaklega um niðurfelling á fæðisgjaldi ef þessi skilyrði eru uppfyllt.

Í einhverjum tilvikum geta aðstæður fjölskyldu verið aðrar eins og ef börn eru ekki með sama lögheimili og fjölskyldunúmer í Þjóðskrá og/eða ef eitt eða fleiri systkini eru í grunnskólum utan Hafnarfjarðar eða í sjálfstætt reknum grunnskólum. Í þessum tilvikum þarf forsjáraðili/forráðamaður að sækja um niðurfellingu á fæðisgjaldi á Mínum síður á vef bæjarins (www.hafnarfjordur.is) fyrir 20. hvers mánaðar. Börn geta aldrei verið tvítalin þegar systkinahópur er í fleiri en einni fjölskyldu, t.d. í sameiginlegri forsjá hjá tveimur fjölskyldum. Niðurfelling á fæðisgjaldi tekur gildi næsta mánuð á eftir dagsetningu umsóknar.

Reglur um niðurfellingu eru birtar á vef bæjarins https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/nidurfelling-a-faedisgjaldi-vegna-systkina-i-grunnskolum


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is