Sérkennsla

Skipulag stoðþjónustu og aðlöguð kennsla.

Í Víðistaðaskóla er áhersla á að allir nemendur séu fullgildir í skólastarfinu án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Leitað er allra leiða til þess að nemendur geti stundað nám við hæfi í skólanum.

Við stoðþjónustu skólans starfa sérkennarar, grunnskólakennarar, þroskaþjálfar, námsráðgjafar, leiðbeinendur með  sérfræðimenntun og stuðningsfulltrúar.

Yfirumsjón og skipulag er í höndum Stefaníu Ólafsdóttur, deildarstjóra stoðþjónustu.

Kennsla í námshópum:

Fyrirkomulag kennslu í skólanum almennt felur í sér kennslu í fámennari námshópum. Í þeim er hægt að koma til móts við nemendur sem þurfa aukna eða sértæka aðstoð í námi. Þetta skipulag er í þróun í skólanum.

NHL – námsver:

Í skólanum er starfandi NHL námsver (vísar til nám, hegðun og/eða líðan) þar sem hægt er að styðja enn frekar við nemendur sem eiga í hugsanlegum erfiðleikum með hegðun, nám eða líðan. Námsverið er fyrir nemendur í 5. – 10. bekk.

Veröld:

Í skólanum er námsverið Veröld þar sem fram fer kennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað mál í 1. – 10. bekk. Markmiðið með kennslunni er að þjálfa nemendur í íslensku máli, þróa þekkingargrunn og læsi og stuðla að félagslegri vellíðan.

 

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is