10.11.2023 : Skipulagsdagur 13. nóvember

Mánudaginn 13. nóvember er skipulagsdagur í Víðistaðaskóla og mæta nemendur því ekki í skólann. Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð. 

...meira

6.11.2023 : Vinavika í Víðistaðaskóla

Í morgun hófst hin árlega vinavika í Víðistaðaskóla og þá vinnum við með samskipti, vináttu, forvarnir gegn einelti og ofbeldi. Við leggjum sérstaka áherslu á forvarnir gegn ofbeldi allan nóvembermánuð en það teljum við mjög mikilvægt í ljósi þess að ofbeldi fer vaxandi i heiminum og líka almennt í grunnskólum landsins. Við hefjum alltaf vikuna á vinasöng á sal þar sem vinaárgangar koma saman og syngja undir stjórn stórsöngvarans Stefáns Helga Stefánssonar. Starfsmenn munu einnig rækta vináttuna og leggja áherslu á að hrósa meira bæði nemendum og starfsfólki.

IMG_7172IMG_7174

...meira
IMG_6827

20.10.2023 : Bleikur dagur

Nemendur í 1. - 4. bekk hittast alltaf á föstudögum á samveru á sal og syngja saman og eiga góða stund þar. Í dag mættu allir nemendur og starfsmenn í bleiku í tilefni bleika dagsins og til stuðning konum í baráttu við brjóstakrabbamein. Eldri nemendur gerðu sér einnig glaðan dag í tilefni dagsins og voru með Pálínu boð eða annað til skemmtunar enda er þetta síðasti skóladagurinn fyrir vetrarleyfi nemenda og starfsmanna. Stjórnendur og starfsmenn óska nemendum góðs vetrarleyfis. Við hlökkum til að hittast hress og kát að loknu leyfi á miðvikudaginn 25. október.  ...meira

19.10.2023 : Vetrarfrí í grunnskólum og tónlistarskóla dagana 23. og 24. október

Af því tilefni býður Heilsubærinn Hafnarfjörður, sundlaugar og söfn bæjarins börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í skipulagðri og skemmtilegri dagskrá, skemmtilegu bingói eða einfaldlega að nýta þau tækifæri og möguleika sem leynast út um allt í Hafnarfirði til heilsueflingar og samverustunda með fjölskyldunni
  • Frítt í sund fyrir alla báða dagna
  • Ratleikur á Byggðasafni Hafnarfjarðar
  • Kósíbíó, smiðjur og ratleikur á Bókasafni Hafnarfjarðar
  • Listasmiðjur í Hafnarborg
  • Badminton og borðtennis hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar
  • Heilt stafróf af hugmyndum í nærumhverfinu
  • Áhugaverðir staðir í Hafnarfirði
  • Skemmtilegt bingó
Gleðilegt vetrarfrí!

Sjá nánar á: https://hfj.is/vetrarfri2023

...meira

19.10.2023 : Hækkun gjaldskrár skólamáltíða

Frá og með næstu mánaðarmótum hækkar gjaldskrá skólamáltíða í grunnskólum um 33%. Breytingar á gjaldskrá eru tilkomnar vegna hækkunar hjá Skólamat ehf.

Áhersla okkar hjá Hafnarfjarðarbæ er að standa vörð um kostnaðarhlutdeild forráðamanna barna, en hún verður sú sama fyrir og eftir breytingar.

Sjá gjaldskrá hér:

https://hafnarfjordur.is/stjornsysla/gjaldskrar/

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is