Skipulagsdagur 13. nóvember
Mánudaginn 13. nóvember er skipulagsdagur í Víðistaðaskóla og mæta nemendur því ekki í skólann. Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.
...meiraVinavika í Víðistaðaskóla
Í morgun hófst hin árlega vinavika í Víðistaðaskóla og þá vinnum við með samskipti, vináttu, forvarnir gegn einelti og ofbeldi. Við leggjum sérstaka áherslu á forvarnir gegn ofbeldi allan nóvembermánuð en það teljum við mjög mikilvægt í ljósi þess að ofbeldi fer vaxandi i heiminum og líka almennt í grunnskólum landsins. Við hefjum alltaf vikuna á vinasöng á sal þar sem vinaárgangar koma saman og syngja undir stjórn stórsöngvarans Stefáns Helga Stefánssonar. Starfsmenn munu einnig rækta vináttuna og leggja áherslu á að hrósa meira bæði nemendum og starfsfólki.

Bleikur dagur
Vetrarfrí í grunnskólum og tónlistarskóla dagana 23. og 24. október
- Frítt í sund fyrir alla báða dagna
- Ratleikur á Byggðasafni Hafnarfjarðar
- Kósíbíó, smiðjur og ratleikur á Bókasafni Hafnarfjarðar
- Listasmiðjur í Hafnarborg
- Badminton og borðtennis hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar
- Heilt stafróf af hugmyndum í nærumhverfinu
- Áhugaverðir staðir í Hafnarfirði
- Skemmtilegt bingó
Sjá nánar á: https://hfj.is/vetrarfri2023
...meiraHækkun gjaldskrár skólamáltíða
Frá og með næstu mánaðarmótum hækkar gjaldskrá skólamáltíða í grunnskólum um 33%. Breytingar á gjaldskrá eru tilkomnar vegna hækkunar hjá Skólamat ehf.
Áhersla okkar hjá Hafnarfjarðarbæ er að standa vörð um kostnaðarhlutdeild forráðamanna barna, en hún verður sú sama fyrir og eftir breytingar.
Sjá gjaldskrá hér:
https://hafnarfjordur.is/stjornsysla/gjaldskrar/
Tilkynningar eða annað efni
SMT skólafærni

Heilsueflandi grunnskóli
Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóli
Ábyrgð – Virðing – Vinátta

...meira
Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is