7.6.2023 : Sumarkveðja

Starfsfólk skólans þakkar fyrir veturinn og við vonum að þið eigið gott sumarleyfi. Sjáumst hress við skólasetningu 23. ágúst. Skrifstofa skólans lokar á hádegi fimmtudaginn 8. júní og opnar síðan aftur þann 10. ágúst og verður þá opin frá kl.9-14 fram að skólasetningu. 

 
...meira

5.6.2023 : Íþróttadagur, skólaslit og útskrift 10. bekkja

Íþróttadagur og skólaslit er þriðjudaginn 6. júní. Þessi dagur er skertur dagur og mæta nemendur á mismunandi tímum eftir stigum. Á íþróttadeginum er farið á mismunandi stöðvar í hópum sem líkur með grilli þar sem allir fá grillaðar pylsur. Að því loknu fara nemendur í stofur með umsjónarkennara þar sem þeir fá afhendan vitnisburð. 

Yngsta stig (1.-4. bekkur):

Nemendur mæta kl.8:10 í umsjónarstofur og fá síðan pylsur kl.11. 

Miðstig (5.-7. bekkur):

Nemendur mæta kl.8:45 í umsjónarstofur og fá síðan pylsur kl.11:05.

Unglingastig (8. og 9. bekkur):

Nemendur mæta kl.10:55 í umsjónarstofur og fá síðan pylsur kl.12:40. 

Útskrift 10. bekkja fer fram kl.18 í sal skólans. Allir velkomnir. 

...meira

31.5.2023 : Tilnefning til verðlauna Heimilis og skóla

Þann 30. maí voru foreldraverðlaun Heimilis og skóla afhent í 28. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Að þessu sinni var Söngleikur Víðistaðaskóla og Matarnefnd 10. bekkjar Víðistaðaskóla tilnefnd. Að auki var Birna Dís Bjarnadóttir kennari við Víðistaðaskóla og foreldri nemanda í 10. bekk tilnefnd fyrir þátttöku sína í söngleiknum „Syngjandi í rigningunni“. 

Hægt er skoða tilnefningarnar þetta árið á tenglinum hérna

348358144_588809746715334_1128271077252549544_n348358229_734987171711985_8427264315381288709_n

348358232_966601057804806_1290103606848361347_n

...meira

22.5.2023 : Skipulag skólastarfs vegna boðaðra verkfalla

Þriðjudagur 23. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og samkvæmt
stundaskrá frá kl. 12.00. Ekkert skólastarf er eftir fyrstu tvær kennslustundirnar fram til kl. 12.00.
Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.
Miðvikudagur 24. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og ekkert
skólastarf eftir það. Frístundaheimili eru lokuð. Starfsemi félagsmiðstöðva er óbreytt.
Ljóst er að verkfallið hefur áhrif á gæslu, matmálstíma og stuðning við einstaka nemendur. Mögulegt er
að skólinn muni hafa samband við foreldra barna með miklar sértækar stuðningsþarfir.
Búast má við að engin símsvörun verði meðan verkföll standa.
Verði verkfalli aflýst er skólastarf með óbreyttum hætti.
Foreldrar og forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast vel með gangi mála.

Skólastarf í verkfalli - Scools during strikes

 

...meira

17.5.2023 : Boðað verkfall aðildarfélaga BSRB

Boðað verkfall aðildarfélaga BSRB

Aðildarfélagar BSRB sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum (skólaliðar, stuðningsaðilar og
frístundaleiðbeinendur) í Hafnarfjarðarbæ hafa boðað til verkfalls eins og hér segir:
Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023.
Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023.
Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023.

 

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is