20.11.2020 : Breytingar á grunnskólastarfi frá mánudegi 23. nóvember 2020.

Í eitt skiptið enn á þessu skólaári þurfum við að kynna ykkur breytingar á framkvæmd grunnskólastarfs í Hafnarfirði. Þessar breytingar sem um ræðir taka gildi mánudaginn 23. nóvember og gilda til og með 1. desember nk. Við nýjar breytingar leggjum við áherslu á að stíga varlega til jarðar og fara aðeins í aðgerðir eða breytingar sem virða sóttvarnareglur heilbrigðisyfirvalda. Við biðjum um þolinmæði gagnvart þessum breytingum en leggjum um leið áherslu á mikilvægi þess að samstaða og samvinna sé um framkvæmdina sem er samræmd fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar.
Svipað skipulag áfram
Eftir yfirlegu skólastjórnenda og fræðsluyfirvalda í Hafnarfirði á nýrri reglugerð sóttvarnayfirvalda er það niðurstaðan að halda í meginatriðum sama skipulagi áfram og hefur verið í grunnskólunum í nóvember frá mánudeginum 23. nóvember til og með 1. desember.

...meira

6.11.2020 : Skipulagsdagur 13. nóvember

Skipulagsdagur 13. nóvember í grunnskólum Hafnarfjarðar og frístundaheimilin lokuð þennan dag.

...meira

1.11.2020 : Fréttatilkynning vegna hertra sóttvarnareglna

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19.

Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki.

Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.

...meira

31.10.2020 : Ný og strangari sóttvarnatilmæli

Ríkisstjórnin kynnti í dag ný og strangari sóttvarnatilmæli en undanfarið og boðaði nýja reglugerð um helgina um þá framkvæmd. Reglugerðin mun hafa áhrif til breytinga á starfsemi grunnskóla en þau áhrif eru ekki ljós á þessari stundu. Við biðjum því alla að njóta samveru með fjölskyldum sínum um helgina og bíða róleg frekari skilaboða frá grunnskólum bæjarins sem þið munuð eiga von á ekki síðar en nk. sunnudagskvöld.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.


Hrönn Bergþórsdóttir

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is