9.9.2021 : Göngum í skólann

Víðistaðaskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, sem er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann var sett miðvikudaginn 8. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 6. október. Við hvetjum alla til þess að taka þátt.

 

...meira

12.8.2021 : Skólasetning í Víðistaðaskóla skólaárið 2021-2022

Kæru foreldrar og forráðamenn

Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst hjá 2.-10. bekk með eftirfarandi skipulagi:

Kl. 8:10

  • 2. bekkur
  • 5. bekkur
  • 8. bekkur

Kl. 9:30

  • 3. bekkur
  • 6. bekkur
  • 9. bekkur

Kl. 11:00

  • 4. bekkur
  • 7. bekkur
  • 10. bekkur

Við getum því miður ekki tekið á móti foreldrum á skólasetningu vegna samræmdra sóttvarnaraðgerða í Hafnarfirði. Árgangar senda nánara skipulag varðandi fyrirkomulag á skólasetningu nemenda.

Foreldraviðtöl hjá 1. bekk verða dagana 23. og 24. ágúst, báðir foreldrar. Skólasetning og kennsla hjá 1. bekk hefst kl.8:10 miðvikudaginn 25. ágúst með einu foreldri. 

Frístundaheimilið Hraunkot er lokað vegna skipulagsdags á skólasetningardegi 24. ágúst. 

...meira

16.6.2021 : Sumarfrí

Skrifstofa skólans verður lokuð til 9. ágúst en þá verður hún opin frá kl. 9-14 fram til 16. ágúst. Frá 16. ágúst hefst vetrartími skrifstofu. 

Gleðilegt sumar 

Stjórnendur Víðistaðaskóla

...meira

8.6.2021 : Skólaslit 2021

Skólaslit nemenda í Víðistaðaskóla verða sem hér segir:

10. bekkur – miðvikudaginn 9. júní kl. 18, athöfnin fer fram í matsal nemenda. Tveir aðstandendur mega koma með hverjum nemanda. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að bera grímur.

1.- 9. bekkur – fimmtudaginn 10. júní kl. 8:10. Því miður getum við ekki boðið foreldrum að þessu sinni á skólaslitin.

Með sumarkveðjum og þökk fyrir samstarfið á skólaárinu.

Stjórnendur og starfsfólk Víðistaðaskóla

...meira

3.6.2021 : Málörvun og Fjöltyngd börn

Fræðslu- og rannsóknastofa um þroska læsi og líðan barna og ungmenna hefur útbúið myndbönd fyrir foreldra barna á Íslandi. Verkefnið var styrkt af samfélagssjóði Háskóla Íslands. Markmiðið er að kynna niðurstöður íslenskra og erlendra hágæðarannsókna á einfaldan og hagnýtan hátt.

Þetta eru tvö myndbönd, annars vegar Málörvun leikskólabarna og hins vegar Fjöltyngd börn í íslenskum leik- og grunnskólum. Síðarnefnda myndbandið er með textum á ýmsum tungumálum. Myndböndin fjalla um það hvernig foreldrar geta stutt við málþroska barna sinna og þar með gengi þeirra í námi.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is