Skipulagsdagur 26. september
Þriðjudaginn 26. september er skipulagsdagur í Víðistaðaskóla og mæta nemendur því ekki í skólann. Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.
...meiraGöngum í skólann
Verkefnið Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) verður sett í sautjánda sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október (www.iwalktoschool.org).
Víðistaðaskóli ræsir átakið með léttri upphitun utandyra og sameiginlegri göngu starfsmanna og nemenda miðvikudaginn 6. september kl. 9:10.
...meiraSkólasetning 23. ágúst 2023
Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda skólaárið 2023-
2024
Miðvikudaginn 23. ágúst er skólasetning á sal hjá 2. - 10. bekk.
Kl. 8.10 hjá 2. - 4. bekk
Kl. 9.00 hjá 5. - 7. bekk
Kl. 10.00 hjá 8. - 10. bekk
Frístund er lokuð þann dag.
Skólasetning hefst á sal þar sem forsjáraðilar eru velkomnir, síðan er farið í
stofur með umsjónarkennurum. Engin kennsla veður þennan dag.
Nemendur í 1. bekk mæta í viðtöl með forsjáraðilum. Upplýsingar um tímasetningu
verður send frá umsjónarkennurum fljótlega.
Skólasetning hjá 1. bekk er 24. ágúst kl. 8.10 og skóli samkvæmt stundaskrá í
framhaldinu.
Með kveðju,
skólastjórnendur.
Í Víðistaðaskóla fögnum við fjölbreytileikanum
Nemendur og starfsmenn Víðistaðaskóla eru allskonar og það gerir lífið litríkara og skemmtilegra.
Allir leggja eitthvað gott til samfélagsins á sinn hátt og saman myndum við góðan skólabrag.
Við leggjum áherslu á samheldni og að allir geti verið eins og þeir eru.
Gleðilega hinsegin daga
...meira
Sumarkveðja
Starfsfólk skólans þakkar fyrir veturinn og við vonum að þið eigið gott sumarleyfi. Sjáumst hress við skólasetningu 23. ágúst. Skrifstofa skólans lokar á hádegi fimmtudaginn 8. júní og opnar síðan aftur þann 10. ágúst og verður þá opin frá kl.9-14 fram að skólasetningu.
Tilkynningar eða annað efni
SMT skólafærni

Heilsueflandi grunnskóli
Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóli
Ábyrgð – Virðing – Vinátta

...meira
Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is