Skráning í sumarfrístund er hafin | Registration for summer activities is now open
Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum www.tomstund.is er hægt að skoða námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Opið er fyrir skráningar frá og með 9.maí.
...meiraÚtilistaverk
Nemendur Víðistaðaskóla vinna að útilistaverki við aðalinngang skólans. Myndin er af risastórri eðlu, en merking hennar gæti verið viska og vinátta, sem við verðum ríkari af í gegnum skólagöngu. Á myndum má sjá nemendur í 7. bekk við listsköpun. Sumir máluðu doppur eða fiðrildi, á meðan öðrum varð hugsað til Úkraínu.
Vísindakonur að störfum
Nokkrar stelpur úr 8. ÞÞ heimsóttu 2. bekk á dögunum og héldu kynningu um eldfjöll og eldgos. Kynningin var þáttur í umhverfismennt 8. bekkja í vetur. Kynningin var bæði fróðleg og skemmtileg. Nemendur voru mjög áhugasamur og vissu mjög mikið um efnið enda ekki langt síðan að hægt var að sjá eldgos frá skólanum okkar.
Á eftir tóku nemendur í 2. bekk þátt í spurningakeppni um efnið. Að sjálfsögðu voru vísindakonurnar með sýnitilraun í lokin.
Þær sem stjórnuðu verkefninu og sáu um undirbúning voru Salka Kristín Styrmisdóttir og Elísa Björt Ágústsdóttir. Aðstoðarkonur þeirra voru Thelma Karen Pálmadóttir, Sóley Katrín Sigurðardóttir, Dagný Þorgilsdóttir og Friðrika Sól Kristinsdóttir.
Allt mjög duglegar og áhugasamar raungreinakonur sem eiga framtíðina fyrir sér.
Hæfileikakeppni miðstigs
Hæfileikakeppni miðstigs var haldin hátíðleg í síðustu viku. Keppnin í ár var rafræn en nemendur sendu inn myndbönd af hinum ýmsu hæfileikum sem þeir eru gæddir. Hæfileikar nemenda eru svo sannarlega margir og skemmti dómnefnd sér vel við að horfa á myndböndin. Viðurkenningu fyrir bestu tæknina hlaut Eva Dís Jokumsen Heiðarsdóttir fyrir flotta teikningu. Viðurkenningu fyrir bestu útfærsluna hlaut Adam Logi Sigurdórsson fyrir teiknimynd. Ólafur Leó Waage og Gunnhildur Una Stefánsdóttir fengu viðurkenninguna besta framkoman fyrir dansatriði. Sigurvegari hæfileikakeppninnar var Jóhannes Helgi Stefánsson Færseth fyrir leikna stuttmynd.
Tilkynningar eða annað efni
SMT skólafærni

Heilsueflandi grunnskóli
Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóli
Ábyrgð – Virðing – Vinátta

...meira
Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is