25.1.2022 : Appelsínugul viðvörun

272663315_4901276306602271_7343628505203103492_nAppelsínugul veðurviðvörun er í gildi í dag. 

https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínu gula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd.
Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

...meira

19.1.2022 : Ókeypis fræðsla hjá Barnaheillum

Barnaheill býður upp á ókeypis fræðslu og stuðning fyrir foreldra, forráðamenn og aðstandendur t.d. fósturfjölskyldur, barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Um er að ræða 2 kvöld í mánuði og mjög mikilvægt er að skrá sig. Fræðslan verður bæði á Teams og hægt er að mæta á staðinn, en nauðsynlegt er að skrá sig hér.

14.1.2022 : Varðandi smit hjá nemendum

Vegna mikilla smita undanfarna daga í skólunum þá er mikið álag á smitrakningateyminu. Til að auðvelda smitrakningu biðjum við því ykkur að láta strax vita ef barnið ykkar greinist með covid í PCR prófi og það hefur verið í skólanum dagana á undan smiti. Það er mikilvægt að þessar upplýsingar berist sem fyrst svo hægt sé að bregðast við. 

Tölvupósturinn á að fara á Hrönn skólastjóra hronn@vidistadaskoli.is eða hringja í síma 6645890. 

Ef ekki þarf að rekja þá sendið þið póst á skrifstofuna vidistadaskoli@vidistadaskoli.is. 

12.1.2022 : Gul veðurviðvörun

Gul veðurviðvörun er í gildi frá kl.11:00 miðvikudaginn 12. janúar til kl.14:00 fimmtudaginn 13. janúar. 

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi miðvikudag og fimmtudag. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

Leiðbeiningar um röskun á skólastarfi

7.1.2022 : Vegna bólusetninga nemenda í 1.-6. bekk

Vegna bólusetninga nemenda í 1.-6. bekk

Þriðjudaginn 11. janúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.-6. bekk Víðistaðaskóla kl.11.00. Er þetta gert til þess að foreldrar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Frístundaheimilið verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar.

Upplýsingar á fleiri tungumálum

Due to vaccinations of students in grades 1-6

Tuesday 11th January the school day for all students in grades 1-6 in Víðistaðaschool ends at 11.00. This is done so that parents will have the opportunity to take their children for vaccination on that day at an appointed time. The after school programs will be open as usual on the day of vaccination. All information regarding the vaccination come from the Health Care (Heilsugæslan) and are parents advised to contact them if anything is unclear regarding its implementation.

Important information inother languages (f.ex. polish, arabic, kurdish and more)

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is