Prófareglur

  • Nemandi á að mæta stundvíslega. Nemandi má ekki yfirgefa próf fyrr en 40 mínútur eru liðnar af próftíma. Prófum skal lokið í samræmi við tímasetningu.
  • Forföll nemenda skal tilkynna skólanum áður en próf hefst.
  • Yfirhafnir, bækur, síma og annað sem óþarft er á prófinu skal skilja eftir í fatahengi eða á öðrum stað sem kennari tiltekur.
  • Eftir að próf hefst skal nemandi sitja í sæti sínu þar til hann hefur lokið prófinu. Hann má ekki trufla aðra í prófinu og skal forðast hávaða. Hann skal rétta upp hönd, ef hann vill fá samband við kennara.
  • Kennari stjórnar og ber ábyrgð á framkvæmd prófsins. Nemandi er skyldugur til að hlýða fyrirmælum kennara, verði misbrestur á því hefur kennari vald til þess að vísa nemanda tafarlaust úr prófi.
  • Ef nemandi er með óleyfileg hjálpargögn í prófi, eða tekur þátt í hvísli eða tekur þátt í samtali við annan nemanda, hefur kennari heimild til að vísa nemandanum úr prófinu. Kennari skal tilkynnaumsjónarmanni prófsins ákvörðun sína og senda nemanda til hans. Nemandi, sem staðinn er að broti og vísað úr prófi, fær einkunnina 0 í prófinu, burtséð frá því hvort hann hefur hugsanlega haft eitthvert gagn af afbroti sínu eða ekki.
  • Nemandi á að hafa með sér skriffæri og annað sem tilskilið er í próf. Óheimilt er að fá skriffæri eða aðra hluti lánaða hjá skólafélögum meðan á prófi stendur.
  • Nemandi sem kemur seint í próf á ekki rétt á lengri tíma. Hann skal ljúka prófi sínu eigi síðar en tilgreindur próftími segir til um.
  • Þegar nemandi hefur lokið prófi, skal hann tafarlaust yfirgefa skólahúsnæðið, til þess að hann valdi ekki ónæði í þeim prófum sem kunna að standa yfir í skólanum.
  • Telji nemandi ástæðu til athugasemda við próf eða framkvæmd þess, skal hann strax að prófi loknu gera athugasemd um það við umsjónamann prófsins. Að öðrum kosti telst athugasemd ekki marktæk.

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is