Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar Víðistaðaskóla eru Birna Hilmarsdóttir birnah@vidistadaskolis.is og María Guðmundsdóttir Gígja mariagi@vidistadaskoli.is

Meginhlutverk náms- og starfsráðgjafa er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og starfsmönnum skólans að málefnum sem styrkja nemendur. Náms- og starfsráðgjöf miðar að því að nemendur efli og þroski þekkingu á sjálfum sér s.s. viðhorfum, áhuga, hæfileikum, getu og væntingum.

Við Víðistaðaskóla starfa tveir náms- og starfsráðgjafar. Skipting verka hefur aðallega verið milli skólastiga annar með málefni yngra stigs en hinn með mið- og unglingastig. Oft skarast þessi skipting og samstarf og flæði verkefna farið eftir álagi hvers tíma.

Náms- og starfsráðgjafar vinna að auki ýmsa teymisvinnu með öðrum aðilum í stoðkerfi skólans svo sem umsjónarkennurum, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi, starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins og Hraunkots. Auk þess Félagsþjónustu Hafnarfjarðar, Brúarinnar, BUGL og Þroska- og hegðunarstöð. Sú vinna felst aðaðllega í ýmiss konar velferðarstarfi sem snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Verkefni náms- og starfsráðgjafa

  • Einstaklingsmiðuð ráðgjöf
  • Ráðgjöf við náms- og starfsval
  • Hópráðgjöf
  • Samvinna við stoðkerfi skólans, fundasetur, þverfagleg teymisvinna og seta í ýmsum ráðum skólans s.s. eineltis- og forvarnarteymi, Brúnni, áfallateymi og lausnarteymi SMT. Umsjón með tengsalakönnunum. 

Námsráðgjafi vinnur í samstarfi við foreldra eftir því sem við á og foreldrar geta einnig leitað beint til námsráðgjafa. Námsráðgjafi skal gæta þagmælsku varðandi málefni skjólstæðinga sinna þó með þeirri undantekningu sem kveðið er á um í 17. gr laga nr 80/2002

 

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is