Foreldrarölt 2022- 2023

Foreldrarölt í vestur- og norðurbæ Hafnarfjarðar skólaárið 2022-2023

Á undanförnum árum hefur foreldrafélag Víðistaðaskóla skipulagt foreldrarölt á kvöldin um helgar. Um er að ræða sjálfboðaliðastarf foreldra þar sem leitast er við að ná fram samstöðu þeirra á meðal um að virða reglur um útivist barna og koma í veg fyrir hópamyndun unglinga eftir að lögbundnum útivistartíma er lokið.

Markmið foreldraröltsins er margþætt

  • Að virkja foreldra til samstöðu um að virða reglur um útivist barna og unglinga og að koma í veg fyrir hópamyndun unglinga eftir að lögbundnum útivistartíma er lokið.
  • Að draga úr áfengis- og fíkniefnaneyslu unglinga.
  • Að efla og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu.
  • Að kanna hvað fer fram í hverfinu á kvöldin.
  • Að ná sambandi við þá unglinga sem eru útivið.
  • Að vera til staðar ef unglingar eru illa á sig komnir og þarfnast aðstoðar.
  • Að koma á tengslum milli foreldra í hverfinu.
  • Að sýna unglingum góða fyrirmynd.

Framkvæmd foreldraröltsins

Fulltrúi hvers árgangs í stjórnum foreldrafélagsins sér um að boða foreldra/forráðamenn á röltið. Mæting á röltið er við Hraunið félagsmiðstöð Víðistaðaskóla og geta fengið þar tösku með vestum o.fl. fyrir röltið ef þeir vilja. Þeir sem rölta skulu aldrei vera færri þrír, helst fjórir. Röltarar fara um hverfið fótgangandi (geta farið akandi ef fáir) og líta eftir hvort ekki sé allt með felldu, engin samansöfnuður barna eða unglinga á að eiga sér stað eftir lögboðinn útivistartíma.

Yfirleitt skal við það miðað að rölt verði á föstudagskvöldum frá kl. 22:00 til miðnættis. Ef hinsvegar lítið sem ekkert er um unglinga á ferli má stytta til 23:30. Ef sérstakur viðburður er í bænum á laugardagskvöldi s.s. dansleikur er ástæða til að skoða hvort ekki eigi að rölta frekar það kvöld.

Tímasetningin tekur mið af útivistartíma 13-16 ára unglinga, en þeir mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00 frá 1. september til 1. maí og eftir 24:00 frá 1. maí til 1. september.

  

Nánari upplýsingar um foreldrarölt 2022-2023 veitir::

Tengiliður stjórnar Foreldrafélags Viðistaðaskóla Kristjana Jokumsen, formaður.

Götuvitinn sími 664-5555


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is