Heimanám

Almenn markmið með heimnámi:

  • Vinna með þekkingu sem þegar er áunnin, rifja upp og þjálfa
  • Undirbúa væntanleg verkefni
  • Flýta yfirferð
  • Ljúka óunninni skólavinnu

Heimanám er órjúfanlegur hluti af skólastarfi. Áhugi foreldra á skólagöngu og vinnu barna sinna getur skipt sköpum fyrir velgengni þeirra í námi.

Eðlilegt er að kröfur um heimanám aukist eftir því sem á skólagönguna líður, en aldrei svo að það verði þungur baggi á nemanda og heimili. Taka þarf mið af námsgetu einstaklingsins í heimanámi og því er eðlilegt að nemendur innan sama bekkjar séu með mismunandi heimanám.

Allt heimanám er nú skráð í Mentor.is eftir að ákveðin aðlögun að kerfinu hefur átt sér stað. Nemendur frá 6.bekk eru hvattir til að skrá hjá sér heimanám eftir sem áður.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is