Umhverfissáttmáli Víðistaðaskóla

           Umhverfissáttmáli Víðistaðaskóla

·     Víðistaðaskóli leggur áherslu á umhverfismennt með það að markmiði að nemendur geri sér grein fyrir gildi umhverfismenntar og móti sér lífstíl í anda hennar.

·     Víðistaðaskóli leggur áherslu á að allt skólasamfélagið taki þátt í starfi skólans að umhverfismálum, starfsfólk skólans, nemendur og foreldrar.

·     Víðistaðaskóli leggur áherslu á að nemendur kynnist nánasta umhverfi,  læri að bera virðingu fyrir náttúrunni og þroski með sér alþjóðavitund um umhverfismál.

·     Víðistaðaskóli leggur áherslu á að nemendur taki virkan þátt í að flokka úrgang til endurvinnslu og endurnýtingar og virði þannig auðlindir jarðarinnar.

·      Víðistaðaskóli leggur áherslu á að minnka orkunotkun og auka skilning á mikilvægi þess.

·     Víðistaðaskóli leggur áherslu á að skólinn sé til fyrirmyndar í umhverfisstarfi sem stefnir að sjálfbærri  þróun.

·     Víðistaðaskóli leggur áherslu á að umhverfisstefnunni verði viðhaldið og hún endurskoðuð í samræmi við innri og ytri aðstæður.

Umhverfisnefnd Víðistaðaskóla


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is