Nemendaverndarráð

Í Víðistaðaskóla er starfandi nemendaverndarráð, í því sitja; skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, deildarstjórar stiga, deildarstjóri stoðþjónustu, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og deildarstjóri tómstundaþjónustu.

Starfsreglur nemendaverndarráða við grunnskóla Hafnarfjarðar (smellið á texta fyrir nánari upplýsingar)

 Í skólanum er nemendaverndarráð sérstakur vettvangur til að vinna að hagsmunum nemenda, vernd og öryggi í skólastarfi sbr. reglugerð 584/2010.

Starfsreglur nemendaverndarráðs skiptast í fimm þætti; þe. hlutverk, skipan, fundi, málavísan og málaafgreiðslu.

*Hlutverk nemendaverndarráðs er meðal annars: 

  • Að gæta hagsmuna nemenda í skólanum, vernda þau og styðja með því að; taka við tilvísunum nemenda sem þurfa stuðning vegna líkamlegra, félagslegra og / eða sálrænna erfiðleika.
  • Samræma og samhæfa þjónustu skóla við nemendur sem eiga við náms- og eða tilfinningalegan vanda að etja.
  • Meta þörf nemenda fyrir greiningu sérfræðinga (sálfræðinga, talmeinafræðinga, sérkennara).
  • Ræða málefni nemenda sem þarfnast sértækra úrræða eins og sjúkrakennslu.
  • Vísa málefnum einstakra nemenda til frekari úrlausnar s.s. lausnateymis eða eineltisteymis.
  • Vinna tilkynningar til barnaverndaryfirvalda í samræmi við skyldur barnaverndarlaga.
  • Vera tengiliður og til samráðs við aðila utan skólans s.s. félagsþjónustu, heilsugæslu, BUGL ofl.

*Skipan í nemendaverndarráð: Í nemendaverndarráði skólans sitja, skólastjóri, aðstoðarskólastjórar, deildastjórar, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, námsráðgjafar.

Fulltrúi frá Fjölskylduþjónustu kemur einu sinni í mánuði á fundi í ráðinu.

*Fundartímar:  Fundað er í nemendaverndarráði einu sinni í viku að jafnaði.

*Málavísan: Málum skal vísað til ráðsins á sérstökum eyðublöðum.

*Málaafgreiðsla: Við afgreiðslu mála er hagur nemenda hafður að leiðarljósi

 

 

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is