Nám og kennsla

Að hausti er það í verkahring kennara að yfirfara skólanámskrá sem tilheyrir því fagi sem þeir kenna, með tilliti til aðalnámskrár og þeirra markmiða og í samræmi við það sem sett er fram í starfsáætlun skólans. Það er því í þeirra höndum í samvinnu við fagstjóra að fylgjast með nýju námsefni og að kynna sér kennsluaðferðir sem gagnast þeim til að ná þeim markmiðum sem grunnskólalög og aðalnámskrá setja. Á yngsta stigi kenna umsjónarkennarar í flestum tilfellum, flestar greinar í sínum bekk. Á miðstigi er aðeins aukin faggreinakennsla t.d. í tungumálum. List- og verkgreinar eru lotukenndar í svokölluðum smiðjum í 3. – 8. bekk. Faggreinakennsla er á unglingastigi. Í 8. og 9. og 10. bekk er kennt í hefðbundnu bekkjarkerfi. Þó geta nemendur stundað fjarnám í framhaldsskólum og fengið metið, en slíkt mat er í höndum viðkomandi framhaldsskóla.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is