Félagsmiðstöðin Hraunið

Upplýsingar:

Hraunið er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk í Víðistaðaskóla.

Hraunid-logo

Hraunið er staðsett í kjallara íþróttahússins þar sem gengið er inn um sér inngang á jarðhæð.

Í Hrauninu fer fram fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga í 8. - 10. bekk á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Að auki er boðið upp á klúbbastarf fyrir 5. - 7. bekk einu sinni í viku.

Deildarstjóri félagsmiðstöðvarinnar er Rakel Björk Björnsdóttir og með henni er Íris Grétarsdóttir aðstoðarverkefnastjóri.

Félagsmiðstöðin er með facebooksíðu þar sem dagskrá Hraunsins er auglýst. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að fylgjast með fréttum og myndum úr starfinu sem koma þar inn. Hægt er að fylgja síðunni.

Skrifstofa Hraunsins er staðsett á 1. hæð við hliðina á bókasafni skólans.

Símanúmer Hraunsins er 595-5819.

Tölvupóstur og sími hjá Rakel er rakelb@vidistadaskoli.s og 664-5876.

Tölvupóstur og sími hjá Írisi er irisg@vidistadaskoli.is og 664-5887.

Við leggjum mikla áherslu á klúbbastarf í unglingadeild og í Hrauninu starfa einnig mikið af flottum ráðum.

Ýmislegt: 

Smá upplýsingar um unglingalýðræði í  félagsmiðstöðinni Hrauninu:

Ýtið á hlekkinn hér til hliðar  - unglingalydraedi 123 

Á haustin fara fram kosningar í unglingadeild. 

Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd, hvernig nemendafélag virkar og hvað  skólaráð gerir.

Hvað er nemendafélag

Hvað er skólaráð?

Við vorum aðeins að prufa okkur áfram í blaðaútgáfu á vorönn 2018 og ákváðum að skella í í eitt fréttabréf. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta fréttabréf Hraunsins. 

frettabref-Hraunsins Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is