Félagsmiðstöðin Hraunið
Upplýsingar:
Hraunið er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk í Víðistaðaskóla.

Hraunið er staðsett í kjallara íþróttahússins þar sem gengið er inn um sér inngang á jarðhæð.
Aðaláherslan er á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga í 8.-10. bekk en einnig boðið er uppá fjölbreytt starf fyrir 5.-7. bekk einu sinni í viku.
Deildarstjóri yfir félagsmiðstöðinni er Dagbjört Harðardóttir og með henni er Íris Grétarsdóttir aðstoðarverkefnastjóri.
Félagsmiðstöðin er með facebooksíðu og notar hana mikið í starfinu, hvetjum við foreldra og forráðamenn til að skoða bæði dagskrá og myndir sem koma þar inn. Hægt er að fylgja síðunni, s.s. hafa síðuna í áskrift.
Skrifstofa Hraunsins er staðsett á 1. hæðinni við hliðin á bókasafni skólans.
Símanúmer Hraunsins er 595-5819
tölvupóstur og sími hjá Dagbjörtu er dagbjorth@vidistadaskoli.s og 664-5876
tölvupóstur og sími hjá Írisi irisg@vidistadaskoli.is og 664-5887
Við leggjum mikla áherslu á klúbbastarf í unglingadeild og í Hrauninu starfa einnig mikið af flottum ráðum.
Ýmislegt:
Smá upplýsingar um unglingalýðræði í félagsmiðstöðinni Hrauninu:
Ýtið á hlekkinn hér til hliðar - unglingalydraedi 123
Á haustin fara fram kosningar í unglingadeild.
Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd, hvernig nemendafélag virkar og hvað skólaráð gerir.
Við vorum aðeins að prufa okkur áfram í blaðaútgáfu á vorönn 2018 og ákváðum að skella í í eitt fréttabréf. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta fréttabréf Hraunsins.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla