Veröld
Veröld er námsver í þróun í Víðistaðaskóla. Það styrkir íslenskukunnáttu fjöltyngdra nemenda og styður við nám þeirra.
Í námsverinu er stuðlað að því að fjöltyngdir nemendur skólans öðlist sambærilega þekkingu og jafnaldrar þeirra, samtímis því sem þeir læra íslensku.
Áhersla
er lögð á að þjálfa menningarfærni, viðhalda og þróa þekkingargrunn og stuðla
að góðum námsárangri fjöltyngdra barna. Einnig er lögð áhersla á félagslega
vellíðan nemenda og að þeir samsvari sig öðrum nemendum í svipuðum sporum.
Mikilvægt er að í skólanum fyrirfinnist námsver sem getur á makvissan og
skilvirkan hátt tekið á móti og stutt við nám fjöltyngdra nemenda, hvar sem þeir eru staddir í
íslenskukunnáttu sinni.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla