Matsáætlun mats- og umbótateymis Víðistaðaskóla

Innra mat Víðistaðaskóla

Matsteymi er hluti af innra mati grunnskóla. Þar fer fram fagleg ígrundun og greining á gögnum um skólastarfið þar sem mat er lagt á hversu vel tekst að ná þeim gæðum og þeim árangri sem stefnt er að út frá fyrirfram ákveðnum viðmiðum. Matið gerir skólum kleift að kynnast starfi sínu vel og að finna bestu leiðirnar til umbóta fyrir nemendur. Innra mat er samvinnuverkefni alls skólasamfélagsins og allir hagsmunahópar þurfa að koma að helstu þáttum matsferlisins, eftir því sem við á. Skólastjóri ber ábyrgð á innra mati í sínum skóla en mikilvægt er að framkvæmd og utanumhald þess dreifist á fleiri aðila. Lagt er upp með að allir hagsmunaaðilar eigi fulltrúa í matsteymi Víðistaðaskóla. Matsteymi er samráðsteymi og starfar náið með skólaráði.


Starfsáætlun mats- og umbótateymis Víðistaðaskóla- Matsáætlun til 5 ára

Eftirfarandi er verkáætlun um innra mat skólans á skólaárinu, þ.e. gagnasöfnun, matsumræða, matsákvarðanir og skýrslugerð. Matið hefur þann megintilgang að lyfta upp á yfirborðið því sem vel tekst til, að finna nauðsynleg umbótaverkefni og stuðla að skólaþróun. Niðurstöður læsiskannana eru kynntar jafnóðum og þær berast og unnið úr þeim með kennurum og foreldrum. Niðurstöður hraðlestrarprófa eru kynntar reglulega og unnið úr þeim með kennurum. Unnið er út frá MMS og læsisstefnu skólans og Hafnarfjarðarbæjar. Umsjónarmaður skólapúlsins leggur fyrir allar kannanir á vegum Skólapúlsins í skólanum. Markmiðin: Námsárangur: Lestur, stærðfræði, náttúrufræði (N), Líðan og heilsa (LH),Starfsþróun (SÞ),Samstarf heimila og skóla (SH), Upplýsingaflæði milli heimila og skóla (U), Starfsánægja, (SÁ). Nánari niðurstöður má finna í starfsáætlun skólans í prósentutölum á milli ára.

Innra mat er ferli sem sífellt er endurtekið. Helstu skrefin í ferlinu eru:

1. Skipulagning matsins.

2. Gagnaöflun samkvæmt áætlunum.

3. Greining gagna, mat lagt á niðurstöður.

4. Niðurstöður teknar saman í stutta greinargerð.

5. Umbótaáætlun gerð og framkvæmd, umbótum fylgt eftir og þær metnar.

Ferlið er sett upp í hring til að sýna að matið er viðvarandi verkefni, því lýkur í raun aldrei þó að eins konar uppgjör með niðurstöðum og umbótaáætlun verði til árlega.

Umbótateymi

 • Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri
 • Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri
 • Hrefna Sif Heiðarsdóttir, deildarstjóri yngsta stigs
 • Elísa Ösp Valgeirsdóttir, deildarstjóri miðstigs
 • Björgvin Sigurbjörnsson, deildarstjóri unglingastigs
 • Stefanía Ólafsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu
 • Þórunn Þórarinsdóttir, deildarstjóri tómstundastarfs
 • Sólveig Baldursdóttir, kennari

Með umbótateyminu starfar  þróunarfulltrúi grunnskóla, Vigfús Hallgrímson. Hlutverk hans er að veita ráðgjöf og vera leiðbeinandi í þeirri í vinnu sem teymið tekur sér fyrir. Skólastjóri er formlegur ábyrgðaraðili teymsins og tengiliður við matsteymi skólans. Deildarstjórar fylgja eftir umbótavinnu innan síns stigs. Skólastjóri boðar fundi og skipuleggur dagskrá en deildarstjórar skipta með sér að rita fundargerðir. Teymið gerir sér starfsáætlun fyrir skólaárið og skiptir með sér verkum.  

Hlutverk umbótateymis er að:

 • Vinna starfsáætlun skólans
 • Vinna umbótaáætlun (sem birtist í starfsáætlun Víðistaðaskóla)
 • Fylgja eftir umbótaáætlun/umbótastarfi innan skólans.
 • Greina niðurstöður kannanna (Skólapúls, vinnustaðagreining, samræmd próf o.fl.) og kynna fyrir hagsmunaaðilum, koma með tillögur að umbótastarfi í kjölfarið og fylgja eftir innan skólans.

Umbótastarf í Víðistaðaskóla styðst við leiðbeiningar frá MMS. Sjá hér: Leiðbeiningar um innra mat frá MMS https://mms.is/sites/mms.is/files/innra_mat_grunnskoli.pdf

Markmið með mati á skólastarfi Víðistaðaskóla er:

 • Leita leiða til að bæta hæfni og námsárangur nemenda.
 • Bæta starfsaðstæður og stuðla að betri líðan og heilbrigði allra sem í skólanum starfa, nemenda og starfsmanna.
 • Stuðla að starfsþróun og þekkingu allra starfsmanna, skólastarfinu til hagsbóta.
 • Auka samstarf og samheldni aðila sem koma að skólastarfinu, nemenda, foreldra og starfsmanna.
 • Skapa aðstæður sem stuðla að jafnvægi á milli starfs og einkalífs starfsmanna.
 • Tryggja upplýsingamiðlun um starfsemi skólans bæði innan sem utan skólans.

§  Stuðla að jákvæðri þróun og vexti skólans í takt við þjóðfélagið á hverjum tíma.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is