Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

Víðistaðaskóli hefur unnið að því síðan haustið 2016 að innleiða verkefnið Heilsueflandi grunnskóli sem er á vegum Embættis landlæknis.

Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda og starfsfólks skóla sem og samfélagsins alls.  Í heilsueflandi grunnskóla er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi átta þætti skólastarfsins: Nemendur, mataræði/tannheilsa, heimili, geðrækt, nærsamfélag, hreyfing/öryggi, lífsstíll og starfsfólk.

Víðistaðaskóli hefur sett sér heilsustefnu. Heilsustefnan er byggð á þeim markmiðum, stefnu og gildum sem þegar eru til staðar í skólanum ásamt því að stuðst er við þau markmið sem lögð eru til grundvallar í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli.

Stefna Víðistaðaskóla í heilsumálum

Heilsueflandi grunnskóli

Heilsueflandi

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is