Viðburðarík vika - þemadagar, öskudagur og fleira

12.2.2018

Þessi vika verður heldur betur viðburðarík hjá okkur í Víðistaðaskóla

Fyrst eru það bolludagur, sprengidagur og á  öskudag hefst þemavinna sem stendur út vikuna.

Þemaverkefnið verður tengt himingeiminum, geimverum og fleira.

Á öskudag verður skertur dagur hjá 1. – 10. bekk en á fimmtudag og föstudag verða skertir dagar hjá 1. – 7. bekk.

Nánari upplýsingar koma frá kennurum varðandi hvern árgang.

10. bekkurinn okkar er að æfa og undirbúa fyrir  sýningar á söngleiknum LÍSA Í UNDRALANDI og nýta þau þemadagana til þess.

Söngleikurinn verður frumsýndur á föstudagskvöldið kl. 19:30.

Sýningar verða á laugardag kl. 14:00 og 17:00.

Sýningar verða á sunnudag kl. 14:00 og 17:00.

 

Við vonum að við sjáum sem flesta á sýningunum bæði nemendur, foreldra og stórfjölskyldur.

Nemendur í 1.-4. bekk verða að koma í fylgd með fullorðnum.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is