Samvera hjá 6 - SJ

16.12.2016

DSC_70856. SJ bauð foreldrum og samnemendum sínum til samveru í morgun. Nú nálgast jólin og því var jólaþema. Fyrst lásu nokkrir nemendur frumsamdar jólasögur, þær féllu í góðan jarðveg enda fjölbreyttar og skemmtilegar. Næst var flutt frumsamið jólaleikrit um jólasveinana. Hurðaskellir var þar í aðalhlutverki. Að lokum fluttu börnin 2 kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Fyrst fluttu þau Grýlukvæði og síðan kvæðið um jólasveinana. Eftir dagskrána buðu krakkarnir foreldrum og gestum til stofu og áttu góða stund með veitingum og spjalli.

Fleiri myndir


 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is