Hreinsunarátak

19.5.2016

Nemendur og kennarar skiptu með sér verkum í hreinsunarátakinu sem nú stendur yfir hjá Hafnarfjarðarbæ.  Það blandaðist saman ákafi, galsi og gleði þegar nemendur skunduðu út með verkfæri og hreinsuðu beð, sópuðu og týndu rusl. Þetta starf tengist vel markmiðum skólans sem Grænfánaskóli en þau eru m.a.

Að auka vitund starfsfólks og nemenda á heimahögum og umhverfismálum.

Að hvetja til útivistar og hreyfingar. 

Að efla útikennslu.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is