Vinakeðja í lok vinaviku

7.11.2014

Það var sannkölluð vinastemning í skólanum í morgun þegar nemendur og starfsfólk skólans mynduðu vinakeðju um allan skóla. Vinakeðjan var lokapunktur á vinaviku sem staðið hefur yfir síðastliðna daga. Að sögn Hrannar Bergþórsdóttur, skólastjóra, hefur ýmislegt verið brallað „ allir bekkir eignast vinabekk þar sem eldri nemendur hitta yngri nemendur í samveru í bekkjarstofum. Þá hefur verið samsöngur á sal, danskennsla og allir nemendur hafa málað sjálfsmynd sem hengd verður upp í sal skólans svo eitthvað sé nefnt. Í morgun mynduðum við svo vinakeðju um allan skólann og nemendur skiptust á gjöfum, vinaböndum eða skriflegri kveðju.“ Hrönn leiddi vinakeðjuna ásamt nemendum í 10.bekk og Stefáni Helga Stefánssyni, kennara, sem lék undir á harmonikku. „Þegar við vorum komin upp á efri hæð skólans og litum niður í salinn sáum við að salurinn var enn fullur af fólki svo við brugðum á það ráð að fara út úr húsi sem kom ekki að sök þrátt fyrir að allir væru á sokkunum þar sem þurrt var í veðri.“ sagði Hrönn að lokum.

.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is