Nemendur í 10. útskrifast

7.6.2017

DSC_7873Í kvöld fór fram  útskrift nemenda úr 10.bekk Víðistaðaskóla. 69 nemendur voru að ljúka námi sínu hjá okkur að þessu sinni.  Athöfnin fór fram í hátíðarsal skólans og síðan var boðið upp á kaffiveitingar í íþróttasalnum í skólanum.

Eygerður Sunna Arnardóttir, formaður nemendaráðs, talaði fyrir hönd nemenda og Arnfríður Arnarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd foreldra. Alexandra Sól Auðunsdóttir söng lagið Brand New Me og Halldóra G. Sigurgeirsdóttir söng Satellite við góðar undirtektir gestanna.

Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri ávarpaði gesti og kvaddi útskriftarnema fyrir hönd skólans.

Nokkrir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í námi. Þeir voru:

Anrbjörg Guðný Atladóttir fyrir framúrskarandi árangur í íslensku

Ísold Ylfa Schweitz Jakobsdóttir  fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og fékk bókagjöf frá ALCAN á Íslandi

Úlfa Dís Úlfarsdóttir og Anrbjörg Guðný Atladóttir fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsfræði

Ísold Ylfa Schweitz Jakobsdóttir  fyrir framúrskarandi árangur í dösnku og fékk bókagjöf frá danska sendiráðinu

Úlfa Dís Úlfarsdóttir fyrir framúrskarandi árangur í ensku

Fanney Elfa Einarsdóttir fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði

Hákon Fenrir Hagalín og Aldís Jóna Björgvinsdóttir fyrir frábæran árangur í listgreinum. Fengu gjöf frá Hafnarborg

Fannar Logi Hannesson fyrir frábærar framfarir

Viðurkenningu fyrir góð störf í þágu nemendafélags skólans hlutu:

Eygerður Sunna Arnardóttir

Lárus Ottó Sigurðsson

Rakel Sigmarsdóttir

Fanney Elfa Einarsdóttir

Danival Ísak Jónsson

Erik Johannesson

Melkorka Assa Arnardóttir

Fyrir besta alhliða árangur í námi ( Dúx skólans í ár ) fékk Úlfa Dís Úlfarsdóttir verðlaun frá skólanum og Pétur Óskarsson frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar færði henni líka viðurkenningu fyrir árangurinn.

Í lok athafnarinnar fóru bekkirnir í stofur sínar með umsjónarkennurum og fengu þar afhentar einkunnir sínar og hittu síðan gestina í íþróttasal skólans þar sem veitingar voru í boði. 

Hér má sjá myndir frá athöfninni



Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is