Lausar stöður við skólann

Í Víðistaðaskóla vantar nú strax umsjónarkennara á yngsta stigi og frístundaleiðbeinendur. 

13.1.2017

Umsjónarkennari á yngra stigi - Víðistaðaskóli

Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á yngra stigi í 80-100% starf frá áramótum vegna forfalla

 

Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum við Hraunbrún og í Engidal. Í skólanum eru nemendur um 700. Leiðarljós skólastarfsins eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta sem birtist í öllu starfi skólans. Í skólanum er lögð áhersla á skóla án aðgreiningar og er nám einstaklingsmiðað þannig að hver nemandi fái námsefni og kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur. Unnið er eftir SMT skólafærni. Skólinn hefur nýlega fengið grænfánann á báðum starfsstöðvum og er lögð áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er metnaðarfullt starf með áherslu á skólaþróun og nýbreytni er varðar upplýsingatækni í skólastarfi.

Helstu verkefni:

  • Annast almenna kennslu á yngra- og miðstigi
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni og að grænfánaverkefni
  • Vinnur að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks

Hæfniskröfur:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla.
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, í síma 6645890 eða í hronn@vidistadaskoli.is. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.vidistadaskoli.is 

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdurtil og með 26. janúar nk.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

 

 

Frístundaleiðbeinandi - Víðistaðaskóli

Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinendur með fjölbreytta hæfileika og áhuga á að vinna með börnum í hlutastarf á frístundaheimili skólans. Um er ræða 50% starf eða minna. Vinnutími er kl. 13-17 alla virka daga.


Hæfniskröfur:

  • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.


Nánari upplýsingar veitir Gunnella Hólmarsdóttir verkefnastjóri Tómstundamiðstöðvar Víðistaðaskóla í síma 664-5784. Einnig má senda fyrirspurnir á gunnella@hafnarfjordur.is Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2017. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar eru arlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is