Benni Kalli fræðir 10. bekkinga um hættur í umferðinni

20.2.2017

Benni Kalli eða  Berent Karl Hafsteinsson eins og hann heitir ræddi í dag við nemendur 10. bekkja um þær hættur sem leynast í umferðinni. Benni Kalli eins og hann kallar sig, lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi á vordögum 1992. Hann var að spyrna við félaga sína, á Akranesi og var á yfir 200 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að honum var vart hugað líf og þurfti meðal annars að taka af vinstri fót hans rétt neðan við hné.
Benni Kalli sagði krökkunum á einlægan og opinskáan hátt frá slysinu og afleiðingum þess sem markað hafa líf hans eftir það. 

IMG_0839

IMG_0842IMG_0846


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is