16.9.2020 : Víðistaðaskóli 50 ára í dag 16. september.

Víðistaðskóli var stofnaður 16. september árið 1970. Í dag 16. september 2020 eru liðin 50 ár frá stofnun skólans.

Skólastarf Víðistaðaskóla hefur í gegnum þessi 50 ár þróast og tekið miklum breytingum í takt við tímann. Fyrsta árið 1970 voru 326 nemendur í skólanum en þegar skólinn var fjölmennastur árið 1977-’78 voru 1023 nemendur í skólanum og var hann þá þrísetinn og kennt á laugardagsmorgnum . Í dag eru 530 nemendur við skólann og er hann einsetinn.

...meira

16.9.2020 : 50 Ára afmæli skólans

12.9.2020 : Mánudaginn 14. september er skipulagsdagur

Kæru foreldrar og forsjáraðilar
Mánudaginn 14. september er skipulagsdagur en Frístundaheimilið Hraunkot er opið fyrir þá sem þar eru skráðir. Skóli verður skv. stundaskrá á þriðjudag en á miðvikudag afmælisdaginn verður uppbrotsdagur fram yfir hádegismat og Hraunkot tekur við þeim sem þar eru skráðir. Með kærri kveðjuSkólastjórnendur

...meira

11.9.2020 : Leiðbeiningar um skólastarf í grunnskólum vegna COVID-19

Búið er að útbúa viðmið um hvenær grunnskólanemendur og starfsfólk eiga EKKI að mæta í skólann.

Nemendur/starfsfólk eiga EKKI að mæta í skólann ef þau:

· Eru í sóttkví, einangrun eða bíða niðurstöðu sýnatöku.

· Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

· Eru með flensueinkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). Miðað er við að skólabörn og starfsfólk skuli vera hitalaust a.m.k. einn sólarhring áður en þau snúa aftur í skólann ef veikindi stafa af öðru en COVID-19.

...meira

21.8.2020 : Breyting á skólareglum varðandi hlaupahjól.

1. bekkur

Samkvæmt 40. grein umferðarlaga mega nemendur yngri en 7 ára ekki vera ein á reiðhjóli í umferðinni nema með leiðsögn og undir eftirliti aðila sem náð hefur 15 ára aldri. Vegna þessa mega nemendur í 1. bekk ekki ferðast á reiðhjóli til og frá skóla nema undir eftirliti fullorðins einstaklings.

Nemendur sem koma á hlaupahjóli í skólann læsa hjólum sínum á skólalóð. Merkja þarf hjólin. Hjólin má ekki nota á skólatíma. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is