17.1.2020 : Reglur um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Hafnarfjarðar

Minnum á að umsókn um nám í 1. bekk skal gerast fyrir 1. febrúar það ár sem nemandi skal hefja grunnskólanám að hausti. Ef sótt er um annan skóla en hverfisskóla er umsókn afgreidd þegar fyrir liggur fjöldi nemenda sem hefur lögheimili í viðkomandi skólahverfi og hefur valið skólann. Sjá neðangreindar reglur: Velkomin I Skolann

...meira

7.1.2020 : Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða umsjónarmann fasteigna

Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum við Hrauntungu og í Engidal. Leiðarljós skólastarfsins eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta sem birtist í öllu starfi skólans.

Í skólanum er lögð áhersla á að hver nemandi fái námsefni og kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur. Unnið er eftir SMT skólafærni.

Skólinn er grænfána- og heilsueflandi grunnskóli og er lögð áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er metnaðarfullt starf með áherslu á skólaþróun og nýbreytni er varðar upplýsingatækni í skólastarfi.

Um er að ræða 100% starfshlutfall.

...meira

23.12.2019 : Víðóma, skólablað Víðistaðaskóla

Skólablað Víðistaðaskóla er komið út. Fréttir úr skólastarfinu.Vidoma-skolablad

...meira

20.12.2019 : Jólakveðja

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn.

Við óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs 2020. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til samstarfsins á nýju ári.Við vonum að þið hafið það sem allra best yfir hátíðina og í jólaleyfinu.

Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar 2020.

Jólakveðjur

Stjórnendur og starfsfólk Víðistaðaskóla

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is