15.9.2014 : Bæjarstjórinn í heimsókn


Nýráðinn bæjarstjóri okkar Hafnfirðinga, Haraldur Líndal Haraldsson, kom í heimsókn í skólann okkar  ásamt fríðu föruneyti.

Heimsókn bæjarstjórans er liður í því að heimsækja alla skóla og stofnanir í bænum. Hrönn skólastjóri gekk um skólann með bæjarstjóranum og gafst tækifæri til að ræða hin ýmsu mál, enda skólinn stór. Að sögn Hrannar var ansi margt sem bar á góma m.a. ræddu þau um þráðlausa netið sem er væntanlegt, endurbæturnar í Bólinu, sameiningu starfsstöðvanna í Engidal og Víðistaðatúni og læsis- verkefnið svo eitthvað sé nefnt. Upp úr stóð þó hrifning bæjarstjórans af fjölbreyttum nemendahópi og að greinilegt sé að unnið er gott starf í í Víðistaðaskóla.

 Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Önnu Maríu Skúladóttur, deildarstjóra starfsstöðvarinnar í Engidal, Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfulltrúaSjálfstæðisflokks, Harald Líndal Haraldsson, bæjarstjóra, Hrönn Bergþórsdóttur, skólastjóra, Magnús Baldursson,fræðslustjóra og Öddu Maríu Jóhannsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar.

8.9.2014 : Haustfundir

Í þessari viku verða haustfundir í öllum árgöngum skólans nema í 8. bekk, sá fundur verður mánudaginn 15.september. Á haustfundi gefst foreldrum og forráðamönnum tækifæri til að koma í skólann og kynna sér starf vetrarins.

Starfsstöðin Engidal.

1. bekkur skólafærninámskeið 10. sept. kl. 17:00 – 19:00

2.- 4. bekkur  haustfundur 10. sept. kl. 8:10 – 9:30

 

Starfsstöðin við Víðistaðatún.

 1. bekkur skólafærninámskeið 9. sept. kl. 17:00 – 19:00

2.- 4. bekkur  haustfundur 9. sept. kl. 8:10 – 9:30

5.- 6.bekkir haustfundur 11.sept. kl. 17:00 – 19:00

7. bekkir haustfundur 11.sept. kl. 8:10-9:30

8. bekkir unglingafærninámskeið 15.sept.kl. 17:00-19:30

9.- 10.bekkir haustfundur 12.sept kl. 8.10-9:30

 

Fundirnir byrja í sal/fyrirlestrasal og síðan fara foreldrar með umsjónarkennara í skólastofu.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.


11.8.2014 : Skólasetning

Kæru nemendur og forráðamenn nú líður að því að skólastarfið hefjist.

Skólasetning í Víðistaðaskóla verður 22. ágúst 2014.

  • Viðtöl verða hjá 1. bekkjum þennan dag.

Starfsstöð Engidal:

  •  2. 3. og 4. bekkur kl. 9:00

Starfsstöð við Víðistaðatún:

  • 2.,3. og 4. bekkur kl. 10:00
  • 5. bekkur kl. 10:30
  • 6. og 7. bekkir kl. 11:00
  • 8. bekkur kl. 11:30
  • 9. og 10. bekkur kl. 12:00

Skólasetning hjá fysta bekk verður mánudaginn 25. ágúst 2014

 

Starfstöð Engidal

  • 1. bekkur  kl. 8.10

Starfstöð við Víðistaðatún

  • 1. bekkur kl. 9.00

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá strax að lokinni skólasetningu.

Við hlökkum til að hitta ykkur aftur að loknu sumarleyfi.

Skólastjórnendur, kennarar og starfsfólk Víðistaðaskóla

...meira

1.7.2014 : Sumarfrí og sumarlokun

Nú erum við í sumarfríi og verðum fram til 7. ágúst.

...meira

Fréttasafn


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is