18.6.2018 : Sumarkveðja frá Víðistaðaskóla

Nú eru nemendur og nánast allir starfsmenn Víðistaðaskóla komnir í sumarfrí. Skrifstofa skólans opnar aftur eftir verslunarmannahelgi 7. ágúst og verður opin frá kl. 9-14. 
Stjórnendur og aðrir starfsmenn skólans vona að nemendur og foreldrar þeirra hafi það sem best í sumar. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur þegar skólastarf hefst á ný í haust. 
Með sumarkveðju, 
Stjórnendur

5.6.2018 : Lesfimi


Á línuritinu sést staða Víðistaðaskóla miðað við landið í heild í lesfimi í maí 2018. Árangur skólans er mjög góður miðað við allt landið og sérstaklega má þar nefna 3., 6., 9. og 10. bekk.

Það er mikilvægt að halda lestrinum við í sumar til þess að viðhalda þessum góða árangri annars er hætta á því að lesfimin verði ekki eins góð næsta haust.

 

Með sumarkveðju

starfsmenn Víðistaðaskóla.

...meira

1.6.2018 : Skólaslit

Skólaslit Víðistaðaskóla verða sem hér segir:


Miðvikudagur 6. júní

Skólaslit og hátíðleg útskrift 10. bekkinga kl. 18:00 í hátíðarsal skólans.

Foreldrar og ættingjar velkomnir.

 

Fimmtudagur 7. Júní

Skólaslit hjá 1. – 9. bekk í hátíðarsal skólans.

Foreldrar og ættingjar velkomnir.

 

8:30  Skólaslit 1.-4. bekkja Engidalur

 

9:30 Skólaslit 1.-4. bekkja Víðistaðaskóli

 

10:00 Skólaslit 5.-7. bekkja Víðistaðaskóli

 

10:30 Skólaslit 8.-9.  bekkja Víðistaðaskóli

 

Með sumarkveðjum

Stjórnendur og starfsfólk Víðistaðaskóla

...meira

28.5.2018 : Skipulagsdagur

Kæru foreldrar/forráðamenn

 

Við minnum á að það er skipulagsdagur mánudaginn 28. maí en frístundaheimilin verða opin fyrir þá sem þar eru skráðir.

Skólastarf hefst síðan samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. maí.

Vonum að þið eigið góða kosningahelgi

kær kveðja

Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

 

 

 

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is