30.3.2020 : Umsjónarkennari á miðstigi Engidalsskóli

Engidalsskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á miðstigi skólaárið 2020 - 2021.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2020.

Engidalsskóli var stofnaður árið 1979 og eru nemendur um 190. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta. Í Engidalsskóla fögnum við fjölbreytileikanum og áhersla er lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á góðan námsárangur, vellíðan nemenda og starfsmanna. Unnið er að þróun teymiskennslu og fjölbreyttra kennsluhátta. Skólinn er heilsueflandi grunnskóli og grænfánaskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Skólinn vinnur í anda SMT skólafærni. Í skólanum er metnaðarfullt starf sem byggir á skólaþróun og nemendalýðræði. Í Engidalsskóla er góður starfsandi og jákvæð samskipti meðal allra sem í skólanum starfa.

...meira

30.3.2020 : Sérkennari á yngsta- og miðstigi Engidalsskóli

Engidalsskóli óskar eftir að ráða sérkennara á yngsta- og miðstigi skólaárið 2020 - 2021.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2020.


Engidalsskóli var stofnaður árið 1979 og eru nemendur um 190. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta. Í Engidalsskóla fögnum við fjölbreytileikanum og áhersla er lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á góðan námsárangur, vellíðan nemenda og starfsmanna. Unnið er að þróun teymiskennslu og fjölbreyttra kennsluhátta. Skólinn er heilsueflandi grunnskóli og grænfánaskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Skólinn vinnur í anda SMT skólafærni. Í skólanum er metnaðarfullt starf sem byggir á skólaþróun og nemendalýðræði. Í Engidalsskóla er góður starfsandi og jákvæð samskipti meðal allra sem í skólanum starfa.

...meira

16.3.2020 : Til foreldra nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Óvæntar aðstæður í samfélaginu kalla á breytt skipulag grunnskólastarfs, sem mun taka talsverðum breytingum í því samkomubanni sem lagt hefur verið á og tekur gildi frá miðnætti í kvöld. Óhjákvæmilega felur það í sér að skólastarf getur ekki verið með sama hætti og áður og ný framkvæmd á skólastarfinu tekur tímabundið við frá þriðjudeginum 17. mars. Mánudaginn 16. mars verður skipulagsdagur í grunnskólunum og aðeins starfsfólk mætir i skóla. Síðdegis þann dag mun hver skóli senda foreldrum nánari upplýsingar um framkvæmd skólastarfsins frá þriðjudeginum.

...meira

13.3.2020 : Skerðing á skólastarfi - unnið að skipulagningu

Tilkynning frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er varðar starfsemi grunnskóla og og leikskóla.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

...meira

24.2.2020 : Skólastjóri í Engidalsskóla

Staða skólastjóra Engidalsskóla í Hafnarfirði er laus til umsóknar

Skólastjóri óskast til starfa við Engidalsskóla í Hafnarfirði frá og með næsta skólaári. Í skólanum verða um það bil 200 nemendur í 1. - 6. bekk frá næsta hausti (og mun stækka upp í 7. bekk) þar sem einnig er rekið frístundaheimili fyrir nemendur í 1.- 4. bekk. Í skólahúsnæðinu er einnig starfræktur leikskólinn Álfaberg.

Leitað er eftir leiðtoga sem fer fyrir metnaðarfullu og faglegu skólastarfi í samstarfi við nemendur, starfsfólk og foreldra. Jafnframt þarf skólastjóri að búa yfir framsækinni sýn með áherslur á árangursríkt skólastarf og geta leitt farsælar breytingar að sjálfstæði Engidalsskóla á ný.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is