Kynningarfundur fyrir foreldra - haustfundur

Að hausti eru haldnir náms- og skólakynningarfundir fyrir foreldra/forráðamenn allra árganga.  Að kynningar- og fræðslufundi fyrir fyrstu bekkinga koma skólastjórnendur, umsjónarkennarar, námsráðgjafi, deildarstjóri sérkennslu ásamt hjúkrunarfræðingi.

Kynningarfundir nemenda í 2. – 7. bekkjum eru í höndum umsjónarkennara. Í unglingadeild  sjá skólastjórnendur og umsjónarkennarar um skipulag fundanna.

Kynningarfundur fyrir foreldra nemenda í 10. bekk, um inntöku í framhaldsskóla, er að vori og í umsjón námsráðgjafa skólans. Þá halda skólastjórnendur kynningarfund fyrir nýja nemendur sem koma í 5. bekk. 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is