Námsráðgjöf

Námsráðgjafi starfar í Víðistaðaskóla í fullu starfi. Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklingum og hópum. Námsráðgjafi liðsinnir nemendum í málum er snerta skólavist þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig þeir geti fengið úrlausn mála sinna. Hann er skólastjórnendum til ráðgjafar í þeim málaflokkum er tengjast starfi hans.

Námsráðgjafi starfar í Víðistaðaskóla í 100% starfi. Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklingum og hópum. Námsráðgjafi liðsinnir nemendum í málum er snerta skólavist þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig þeir geti fengið úrlausn mála sinna. Hann er skólastjórnendum til ráðgjafar í þeim málaflokkum er tengjast starfi hans.

Helstu verkefni námsráðgjafa eru eftirfarandi:

  • Veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.
  • Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu.
  • Taka þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum.
  • Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.
  • Situr nemendaverndarráðsfundi.
  • Hefur samband og samráð við sérfræðinga innan eða utan skólans og vísar málum til þeirra eftir ástæðum.

Námsráðgjafi vinnur í samstarfi við foreldra eftir því sem við á og hefur samráð við aðra sérfræðinga innan og utan skólans, og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Námsráðgjafi skal gæta þagmælsku varðandi málefni skjólstæðinga sinna.

Námsráðgjafar skólans eru Birna Hilmarsdóttir birnah@vidistadaskolis.is og María Gígja Guðmundsdóttir mariagi@vidistadaskoli.is

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is