Sérkennsla

Deildarstjóri sérkennslu er Stefanía Ólafsdóttir.

Sérkennslan er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Áhersla er lögð á fyrirbyggjandi starf í yngstu bekkjum, en nemendur fá aðstoð allt upp í 8.
bekk. Í 9. og 10. bekk er stuðningi mætt með mismunandi ferðum í námi. Skólinn reynir þannig eftir bestu getu að mæta ólíkum þörfum nemenda,
en þær eru metnar af sérkennurum í samráði við  bekkjarkennara og foreldra. Eins og fyrr er aðaláherslan lögð á móðurmál og stærðfræði. Hér á eftir fer nánari útlistun á sérkennslunni í Víðistaðaskóla.

1. Einstaklingsnámskrár.

Einstaklingsnámskrá felur í sér að nemendur hafa ekki sömu námsmarkmið og nemendur í viðkomandi bekk. Markmiðin eru aðlöguð að nemandanum í einni eða fleiri námsgreinum. Einstaklingsnámskrá er tæki sem hægt er að nota til þess að tryggja að nemandi með sérþarfir fái kennslu sem er aðlöguð getu hans og hæfileikum.

2. Sérkennsluáætlun.

Sérkennsluáætlun tekur mið af þeim beiðnum sem borist hafa til fagstjóra að vori yfir þá nemendur sem þurfa á sérkennslu að halda næsta skólaár. Nemendum er forgangsraðað eftir stöðu þeirra í námi og forsendum (tekið mið af greiningargögnum ef þau eru til).

3. Meðferð trúnaðarskjala.

  • Trúnaðargögn eru þau gögn sem skólinn varðveitir frá sérfræðingum og hafa ma. að geyma upplýsingar um niðurstöður greininga yfir nemendur.
  • Foreldrar eiga sjálfir yfirleitt eigið eintak af þessum gögnum en ef svo er ekki þá eiga þeir rétt á því að fá afrit af þessum pappírum.
  • Það má ekki senda þessi gögn á milli skóla nema með leyfi foreldra (skriflegu). Æskilegast er að foreldrar flytji sjálfir þessi gögn á milli skóla.

4. Skilafundir

Skilafundir á niðurstöðum greininga frá sérfræðingum eru haldnir með foreldrum/forráðamönnum, viðkomandi umsjónarkennara, deildarstjóra sérkennslu, námsráðgjafa og fleir aðilum eftir ástæðum. ‘I framahdldi af niðurstöðum er skoðað hvort hægt sé að koma til móts við nemandann með frekari aðstoð hafi það ekki verið gert þá þegar.

5. Sérkennsla – sérkennsluáætlun

Sérkennsluáætlun skólans tekur meðal annars mið af umsóknum frá umsjónarkennurum seinni hluta vorannar, vegna nemenda sem eiga í námserfiðleikum. Fleiri þættir koma til s.s. fjöldi nemenda í bekk, greiningargögn og félagslegar aðstæður.

6. Nýbúar – tvítyngdir nemendur

Markmið:

  • Að tryggja nemendum nám við hæfi
  • Að standa vela ð aðlögun að skóla og nánast umhverfi
  • Að tryggja upplýsingaflæði til nemanda og foreldra/forráðamanna

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is