Skólaheilsugæsla

Skólaheilsugæsla í Víðistaðaskóla

Hjúkrunarfræðingar í Víðistaðakóla er Ilmur Dögg Níelsdóttir og  skólalæknir Vilhjálmur Ari Arason.

Samkvæmt lögum nr. 97/1990 eiga heilsugæslustöðvar að annast heilsugæslu ískólum. Skólahjúkrunarfræðingur og skólalæknir eru þess vegna starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði. Skólahjúkrunarfræðingur er með fastan viðverutíma í skólanum, en skólalæknir mætir eftir samkomulagi.

Skólaheilsugæsla í Víðistaðaskóla

Hjúkrunarfræðingar í Víðistaðakóla er Ilmur Dögg Níelsdóttir og skólalæknir er Vilhjálmur Ari Arason.

Við Víðistaðatún er hjúkrunarfræðingur við á mánudögum 8-14, þriðjudögum 8-15, miðvikudögum 8-12 og föstudögum 8-14.

Í Enigdal er hjúkrunarfræðingur við á fimmtudögum 8-16.

Samkvæmt lögum nr. 97/1990 eiga heilsugæslustöðvar að annast heilsugæslu ískólum. Skólahjúkrunarfræðingur og skólalæknir eru þess vegna starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði. Skólahjúkrunarfræðingur er með fastan viðverutíma í skólanum, en skólalæknir mætir eftir samkomulagi.

Heilsugæsla skólabarna er í beinu framhaldi af heilsugæslu ungbarna og fylgir því heilsufarsskýrslan barninu inn í skólann. Við upphaf skólagöngu eru upplýsingablöð um heilsufar barnsins send heim til foreldra. Þessar upplýsingar eru trúnaðarmál og gefa starfsfólki heilsugæslunnar mikilvægar upplýsingar um barnið. Þessi blöð eru einnig send heim til nýrra nemenda og í 4. og 8. bekk. Skólaheilsugæslan er með margþætt starfsvið, því starfið er mjög fjölhæft. Í fyrsta lagi veitir hún almenna heilsugæslu sem felur í sér eftirlit með heilsufari, heilbrigðishvatningu og forvarnarstarfsemi, samkvæmt tilmælum frá landlækni. Í öðru lagi ber starfsfólki heilsugæslunnar skylda skv. reglugerð nr. 160/1982 að gefa börnum með seinkaðan greindarþroska, hegðunarvandkvæði og þeim sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður sérstakan gaum. Auk þeirra þarf einnig að sinna sérstaklega nemendum með langvinna sjúkdóma, fatlanir og þeim sem orðið hafa fyrir áföllum af ýmsum toga. Starfsfólk skólaheilsugæslunnar vinnur í samvinnu við starfsfólk skólans og foreldra/forráðamenn við að stuðla að því að skólabörn fái að þroskast við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Nánari upplýsingar eru á slóðinni: http://www2.hafnarfjordur.is/fraedslumal/grunnskolar/skolaheilsugaesla/

Sjá einnig http://www.6h.is/ , þar má sjá upplýsingabækling til foreldra, fréttabréf o.fl.

„Í samráði við berklayfirlækni hefur verið ákveðið að almenn berklapróf í skólum skuli afnumin frá og með hausti 1997.” „Berklaveiki og berklasmitun greinast nú hér á landi helst hjá innflytjendum, einkum frá svæðum í heiminum þar sem berklar eru útbreiddir. Því er ráðlegt að berklaprófa born sem flust hafa til Íslands frá slíkum svæðum. Rétt er að gera það þegar þau koma til landsins og ekki síðar en þegar þau hefja skólagöngu. Sama gildir um börn sem fæðst hafa á Íslandi en eiga foreldra eða foreldri sem eru innflytjendur fá áðurnefndum svæðum heimsins.” (sbr. dreifibréf Landlæknisembættisins nr.6/1997)

Lyfjagjafir til skólabarna

Samkvæmt tilmælum Landlæknisembættisins eru komnar vinnureglur varðandi lyfjagjöf tilbarna á skólatíma. Þessar reglur eru settar til hagsbóta fyrir barnið, foreldra/forráðamenn þess og þá sem annast barnið í skólanum. Kemur þar maðal annars fram að skólabörn skulu ekki fá önnur lyf í skólanum en þau, sem á þau hefur verið ávísað af lækni. Í engum tilvikum getur barn borið ábyrgð á lyfjatökunni, ábyrgðin er foreldra, en skólahjúkrunarfræðingur og einn starfsmaður skólans munu aðstoða barnið við lyfjatökuna.Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum. Slíkar lyfjagjafir geta t.d. verið insúlíngjafir sem barnið sér sjálft um. Foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem þurfa lyf á skólatíma eiga að hafa samband viðskólahjúkrunarfræðing sem gefur nánari upplýsingar og afhendir jafnframt þar til gert eyðublað sem útfyllist af lækni barnsins. 

Slys í skólanum

Verði nemandi fyrir slysi meðan hann dvelur í skólanum veita hjúkrunarfræðingur eða kennari fyrstu hjálp. Ef nauðsynlegt er talið aðnemandinn fari á slysavarðstofu fer hjúkrunarfræðingur eða kennari með barninu, náist ekki í foreldra. Við fyrstu komu á slysadeild fæst kostnaður endurgreiddur, enda liggi fyrir staðfesting skólans á að slysið hafi átt sér stað á skólatíma.

Netfang skólaheilsugæslunnar er www.vidistadaskoli@heilsugaeslan.is

 Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is