Frístundaheimið Hraunkot

Frístundaheimilið Hraunkot býður uppá fjölbreytt tómstundastarf fyrir nemendur í 1. - 4. bekk í Víðistaðaskóla eftir að daglegum skólatíma lýkur. Foreldrar skrá börn sín eftir þörfum hvers og eins.

Frístundaheimilið er staðsett á jarðhæð unglingadeildar en er með sérinngang sem snýr að Hrauntungu. 1.bekkur hefur aðsetur þar en 2. og 3.bekkur eru með aðstöðu í félagsmiðstöðinni Hrauninu þar sem íþróttahús Víðistaðaskóla er staðsett.

Opnunartími er frá kl. 13:10 til 17:00 á virkum dögum. Þegar frí er í skólanum á virkum dögum er opið í frístundaheimilinu frá klukkan 8:00 um morguninn og til 17:00 að undanskildu vetrarfríi en þá er lokað í frístundaheimilinu. Þessa daga er auglýst sérstaklega eftir skráningu þeirra barna sem eiga að mæta.

Í frístundaheimilinu kynnast börnin hinum ýmsu tómstundum. Leitast er við að hafa starfið sem fjölbreyttast svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi m.a. með útiveru, fjölbreyttum leikföngum, spilum, föndurefni og kubbum.


Almennar Upplýsingar:

Beinn sími í frístundaheimilinu Hraunkoti er 595-5828 og 664-5887

Hraunkot er með facebooksíðu þar sem alls konar upplýsingar koma fram og myndir úr starfinu.

Umsjónamaður Hraunkots er Unnur Helga Möller og er netfangið hennar hraunkot@hafnarfjordur.is

Deildarstjóri yfir tómstundamiðstöðinni með aðsetur í Víðistaðaskóla er Kristjana Jokumsen, kristjanaj@vidistadaskoli.is

Umsóknir og gjaldskrá

Sótt eru um vistun í gegnum “Mínar síður” á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Ef upp koma vandamál varðandi skráningu í íbúagáttinni leitið aðstoðar þjónustuvers Hafnarfjarðar í síma 585-5500.

Ekki er hægt að tryggja öllum börnum dvöl  í frístundaheimili fyrr en tekist hefur að manna stöður frístundaleiðbeinenda.  Börn sem eru að hefja skólagöngu hafa forgang um dvöl á frístundaheimilum. Börn sem þurfa stuðning  fá dvöl um leið og búið er að ráða inn stuðningsfulltrúa fyrir viðkomandi barn.
Staðfesting verður send á foreldra þegar barnið hefur fengið dvöl á frístundarheimilinu.

Gjaldskrá á heimasíðu HafnarfjarðabæjarVíðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is