Bókasöfn Víðistaðaskóla

Bókasöfn eru starfrækt á báðum starfsstöðvum skólans. Hlutverk þeirra er að styðja við kennslu og námsmarkmið sem sett eru fram í námskrá skólans. Einnig eiga þau að vera lestrarhvetjandi fyrir nemendur og gera lestur að ánægjulegri upplifun. Þar eiga nemendur að fá tækifæri til að afla sér upplýsinga og nýta þær til þekkingar, skilnings og sköpunar. Bókasafnið á að vera lifandi staður til fræðslu og upplýsingaöflunar. Allir nemendur og starfsmenn skólans fá útlánakort sem skólasafnið gefur út og geymir.

Safnkostur er fjölbreyttur og má þar finna bæði fræði- og afþreyingarefni. Þar er auk bóka, m.a. tímarit, bæklingar, myndefni og spil. Söfnin veita nemendum og starfsfólki greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum. Gagnaskrá safnanna er í Gegni sem er sameiginlegt bókasafnskerfi fyrir landið allt sem Landskerfi bókasafna hf. sér um. Í Gegni er hægt að skoða hvað söfnin hafa upp á að bjóða. Þar er möguleiki að leita heimilda eftir hugtökum og atriðisorðum sjá https://leitir.is

Allir nemendur skólans eiga erindi á safnið á skólaárinu. Þar fá þeir námsgögn og afþreyingarefni og vinna einnig að ýmsum heimildarverkefnum. Nemendur í 7. bekk eru með fasta tíma á stundatöflu þar sem unnin eru verkefni á sviði upplýsingalæsis. Við alla verkefna- og hópvinnu leitast bókasafnsfræðingur við að eiga gott samstarf við umsjónar- og tölvukennara skólans.

Bókasafnið við Víðistaðatún er opið alla daga frá 8:00 – 16:00 nema föstudaga en þá er opið frá 8:00 - 14:00. Bókasafnsfræðingur er þar til staðar alla daga nema fyrir hádegi á miðvikudögum en þá er hann í Engidal. Þar er útlánum sinnt í eina til þrjár kennslustundir alla daga nema mánudaga.

Umsjón með söfnunum hefur Halla Ingibjörg Svavarsdóttir kennari og bókasafns- og upplýsingafræðingur.

 

Opnunartími í Víðistaðaskóla

Opnunartími í EngidalVíðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is