Starfsmenntun - nokkur kynningarmyndbönd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt Samiðn hefur látið útbúa fjögur stutt myndbönd um þau tækifæri sem felast í störfum í byggingar- og málmiðnaði.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt Samiðn hefur látið útbúa fjögur stutt myndbönd um þau tækifæri sem felast í störfum í byggingar- og málmiðnaði. Markmiðið er að myndböndin gefi góða innsýn í þessi störf og kveiki áhuga hjá ungu fólki sem er að velja sér framtíðarstarf. Eins er markmiðið að vekja athygli nemenda og foreldra þeirra á hagnýtu og skemmtilegu námi sem opnar leiðir inn í fjölbreytt framhaldsnám og starfsvettvang þar sem eftirspurn er eftir fólki og framtíðarhorfur góðar.

Hvert myndband er 90 sekúnda langt en mælt er með því að horfa á þau öll til að fá heildarmyndina. Hér er hægt að skoða myndböndin

  • Smíða
  • Byggja
  • Framleiða
  • Um störfin
Rafiðnaðarsambandið hefur einnig framleitt fimm myndbönd um störf í rafiðnaði. Hér er hægt að skoða myndböndin.

  • Störf í rafiðnaði
  • Óbeint rafmagn
  • Hvernig komst ég hingað?
  • Framtíðin, menntun og störf
  • Allt hægt með rafmagni


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is