SMT skólafærni

SMT skólafærni agamótandi kerfi sem unnið er út frá bandarísku aðferðinni „postive behavior support/PBS“. SMT er hliðstæða við aðferðir PMTO foreldrafærni sem stendur fyrir ,,parent management training“ og byggir á sömu hugmyndafræði. Aðferðin var fyrst hugsuð sem kerfi sem væri styðjandi við foreldra barna með hegðunarerfiðleika. Báðar aðferðirnar byggja á því að vinna með ákveðna grunnþætti, styrkja jákvæða hegðun barnsins og draga úr neikvæðri hegðun. Í skólasamfélaginu er alltaf markmiðið að fyrirbyggja, draga úr og stöðva hegðunarfrávik og um leið skapa jákvætt andrúmsloft. Í SMT skólafærni eru viðbrögð starfsfólks samræmd með áherslu á að þeir veiti jákvæðri hegðun athygli og nálgist nemendur á jákvæðan hátt. Skólareglur sem gilda á hverju svæði skólans eru skilgreindar og orðaðar á jákvæðan hátt með það í huga að þær séu leiðbeinandi um rétta hegðun í stað þess að tiltaka það sem er bannað um leið eru myndir er sýna jákvæða og rétta hegðun á veggjum skólans. Nemendum er veittir álfar fyrir jákvæða hegðun.

Alfur1


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is