Fréttir

19.2.2019 : Skipulagsdagur

Kæru nemendur, foreldrar/forráðamenn

Þann 20. febrúar er skipulagsdagur og því ekki kennsla en frístundaheimilin eru opin fyrir þá sem þar eru skráðir 21. og 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Við vonum að allir hafi það sem allra best í vetrarleyfinu og síðan hefst skóli skv. stundaskrá mánudaginn 25. febrúar .

Með kærri kveðju

Stjórnendur og starfsmenn Víðistaðaskóla 

19.2.2019 : Símalaus Víðistaðaskóli

Kæru foreldrar/forráðamenn
Við í Víðistaðaskóla höfum ákveðið að frá og með næsta mánudegi 25. febrúar 2019 verður óheimilt að nota farsíma á skólatíma nemenda í 1. – 10. bekk.

...meira

12.2.2019 : Söngleikurinn FÚTLÚZ

Nú er komið að því, söngleikur Víðistaðaskóla verður settur upp næstu helgi.

Futluz-logo-plakat

Söngleikurinn FÚTLÚS varð fyrir valinu í ár. Stífar leik, dans og söngæfingar hafa verið frá því október og nú er komið að stóru stundinni. Söngleikurinn er fjáröflun fyrir útskriftarferð þeirra sem verður farin seinna í vor. Hægt er að panta miða á þessa glæsilegu sýningu á songleikurvido@gmail.com. Einnig er söngleikurinn með like-síðu á Facebook og koma fram helstu upplýsingar um sýninguna þar, t.d. með miðasölu, myndir frá æfingum og fleira skemmtilegt. Ýtið hér til að komast á síðuna

...meira

12.2.2019 : Þemadagar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Framundan eru spennandi og viðburðaríkir dagar hjá okkur í Víðistaðaskóla. 13. – 15. febrúar verða þemadagar og verður þemað GALDRAR. Þemadagarnir eru skertir uppbrotsdagar.

...meira

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is