Fréttir

18.6.2018 : Sumarkveðja frá Víðistaðaskóla

Nú eru nemendur og nánast allir starfsmenn Víðistaðaskóla komnir í sumarfrí. Skrifstofa skólans opnar aftur eftir verslunarmannahelgi 7. ágúst og verður opin frá kl. 9-14. 
Stjórnendur og aðrir starfsmenn skólans vona að nemendur og foreldrar þeirra hafi það sem best í sumar. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur þegar skólastarf hefst á ný í haust. 
Með sumarkveðju, 
Stjórnendur

5.6.2018 : Lesfimi


Á línuritinu sést staða Víðistaðaskóla miðað við landið í heild í lesfimi í maí 2018. Árangur skólans er mjög góður miðað við allt landið og sérstaklega má þar nefna 3., 6., 9. og 10. bekk.

Það er mikilvægt að halda lestrinum við í sumar til þess að viðhalda þessum góða árangri annars er hætta á því að lesfimin verði ekki eins góð næsta haust.

 

Með sumarkveðju

starfsmenn Víðistaðaskóla.

...meira

1.6.2018 : Skólaslit

Skólaslit Víðistaðaskóla verða sem hér segir:


Miðvikudagur 6. júní

Skólaslit og hátíðleg útskrift 10. bekkinga kl. 18:00 í hátíðarsal skólans.

Foreldrar og ættingjar velkomnir.

 

Fimmtudagur 7. Júní

Skólaslit hjá 1. – 9. bekk í hátíðarsal skólans.

Foreldrar og ættingjar velkomnir.

 

8:30  Skólaslit 1.-4. bekkja Engidalur

 

9:30 Skólaslit 1.-4. bekkja Víðistaðaskóli

 

10:00 Skólaslit 5.-7. bekkja Víðistaðaskóli

 

10:30 Skólaslit 8.-9.  bekkja Víðistaðaskóli

 

Með sumarkveðjum

Stjórnendur og starfsfólk Víðistaðaskóla

...meira

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is