Sigri hrósandi eftir glymrandi góðan söngleik

3.4.2017

Söngleikurinn Með allt á hreinu, sem 10. bekkingar frumsýndu um liðna helgi, fékk glymrandi góða dóma hjá áhorfendum sem troðfylltu íþróttahúsið fyrir og um helgina. Þarna voru á ferðinni útskriftarhópur 10. bekkinga sem höfðu margvísleg hlutverk í kringum söngleikinn, bæði að leika, dansa og spila en ekki síður við þau fjölmörgu önnur störf sem fylgja svona sýningu.  

Óhætt er að segja að mikil vinna hafi verið hjá nemendum við að setja upp þennan vinsæla söngleik og voru sýningarnar alls fimm talsins. Á frumsýninguna höfðu nemendur boðið Stuðmönnunum Agli Ólafssyni og Jakobi Frímann Magnússyni til sýningarinnar og mættu þeir á frumsýningu og gerðu góðan róm að verkinu. Myndirnar hér á eftir tala sýnu máli. 

-/SIR

1A

5A2A3A



Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is