Nemendum fjölgar um sjö prósent

25.8.2016

DSC04591

 Víðistaðaskóli var, líkt og aðrir skólar í bænum, settur  mánudaginn 22. ágúst og hófst kennsla strax að lokinni skólasetningu og var það fyrirkomulag viðhaft nú i fyrsta sinn. Nokkur fjölgun hefur orðið á nemendum milli skólaára en á því síðasta voru um 665 nemendur við skólann en í vetur verða þeir um 710 talsins og er það fjölgun um rétt sjö prósent. „Þetta er alltaf ánægjulegur tími þegar nemendur koma til starfa eftir sumarfrí“ segir Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri. Hún segir þessa fjölgun sýna að hverfið sé að yngjast upp og barnafjölskyldum sé að fjölga á nemendasvæði skólans þ.e. í Norðurbænum og Vesturbænum. „Það er ákveðinn stígandi í nemendafjölda sem er ánægjulegt. Á þetta bæði við í Víðistaðaskóla sem og starfsstöðinni okkar í Engidal " segir Hrönn, en þessir skólar lúta sömu yfirstjórn. Hrönn segir bæði nemendur og kennara hafa komið vel undan sumri og menn hlakki til starfsins í vetur. „Það er alltaf viss spenningur í fólki þegar skólarnir byrja og það er ánægjulegt að finna fyrir því“ .                                                                 -/Sir





Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is