Menningarhátíð í Víðistaðaskóla

16.2.2017

DSC_0553Úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í skólanum  þann 16. febrúar.

9 nemendur í 7. bekk tóku þátt og lásu texta úr bókinni-Flugan sem stöðvaði stríðið- eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, ljóð eftir Guðmund Böðvarsson og að lokum ljóð að eigin vali.

Anna Vala Guðrúnardóttir nemandi í 8. bekk Víðistaðaskóla og sigurvegari keppninnar í fyrra las kynningu á Guðmundi Böðvarssyni ljóðskáldi.

Í dómnefnd voru þær Ingibjörg Einarsdóttir formaður nefndarinnar, Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri og Sigrún Reynisdóttir íslenskukennari.

Þrír nemendur voru valdir til að fara í lokakeppnina í Hafnarborg þann 7. mars næstkomandi.

Það eru þær: Embla Guðmundsdóttir 7.HÁS, Saga M. Erichsen 7.SAJ og Sóley Agnarsdóttir 7. HÁS.

Jónína Katrín Gestsdóttir og Steinunn Erna Guðmundsdóttir spiluðu lagið –Vorið er komið- á flautu í byrjun hátíðarinnar.

Að lokum stjórnuðu krakkar úr leiklistarhóp í 7. bekk, spurningakeppni fyrir nemendur.

Fleiri myndir frá hátíðinni


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is