Litla upplestrarkeppin

26.4.2017

DSC06328Litla Upplestrarkeppnin er haldin hátíðleg hér í skólanum  dagana 26. og 27. apríl og fer keppnin fram í hátíðarsal skólans. 

Í ár eru það nemendur í 4-SHF og 4-DE sem koma fram.

Í morgun voru það nemendur í 4 - SHF sem fluttu efni sitt. Þeir lásu fjölbreytta, texta bæði ljóð og frásagnir og voru jafnframt  með nokkur tónlistaratriði. Nemendur stóðu sig með miklu prýði og var virkilega gaman að sjá hversu miklar framfarir hafa orðið hjá nemendum.

 Foreldrar barnanna mættu til að horfa á og fengu síðan smáveitingar þegar sýningunni var lokið. 

Í Litlu upplestrarkeppninni er lögð áhersla á að keppa að betri árangri, ekki að keppa við bekkjarfélagana heldur sjálfan sig og stefna stöðugt að því að bæta framsögn og upplestur. 

Nemendur í 4 - DE verða með sýningu á morgun. 

Hér má sjá myndir frá sýningunni í dag


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is