Jón Jónsson tónlistarmaður í heimsókn

19.1.2017

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson átti magnaða innkomu  í dag fimmtudag, þegar hann kom í skólann og heimsótti alla 8. bekki til að ræða tóbaksvarnir. Það er Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar sem hefur staðið fyrir því að fá góða gesti í 8. bekk sem lið í forvarnafræðslu gegn tóbaksneyslu. Nú er það munntóbakið sem er í forgrunni.

Jón talaði við hvern 8. bekk í eina klukkustund þar sem hann ræddi þessi mál af sinni alkunnu snilld og lék á alls oddi. Forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélagið hafa séð árangur af þessu starfi, sérstaklega eftir að prufað var að fá Jón Ragnar Jónsson tónlistarmann, hagfræðing og Íslandsmeistara í knattspyrnu, eins og segir í tilkynningu.  Þar segir að Jón Ragnar sé í grunninn venjulegur hafnfirskur ungur maður sem sé góð fyrirmynd.

-/SIR

IMG_0835IMG_0837


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is