Vísindakonur að störfum

25.4.2022

Nokkrar stelpur úr 8. ÞÞ heimsóttu 2. bekk á dögunum og héldu kynningu um eldfjöll og eldgos. Kynningin var þáttur í umhverfismennt 8. bekkja í vetur. Kynningin var bæði fróðleg og skemmtileg. Nemendur voru mjög áhugasamur og vissu mjög mikið um efnið enda ekki langt síðan að hægt var að sjá eldgos frá skólanum okkar.

Á eftir tóku nemendur í 2. bekk þátt í spurningakeppni um efnið. Að sjálfsögðu voru vísindakonurnar með sýnitilraun í lokin.

Þær sem stjórnuðu verkefninu og sáu um undirbúning voru Salka Kristín Styrmisdóttir og Elísa Björt Ágústsdóttir. Aðstoðarkonur þeirra voru Thelma Karen Pálmadóttir, Sóley Katrín Sigurðardóttir, Dagný Þorgilsdóttir og Friðrika Sól Kristinsdóttir.

Allt mjög duglegar og áhugasamar raungreinakonur sem eiga framtíðina fyrir sér.

278930876_338906515002457_6194451709177756098_n


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is