Vinavika í Víðistaðaskóla

6.11.2023

Í morgun hófst hin árlega vinavika í Víðistaðaskóla og þá vinnum við með samskipti, vináttu, forvarnir gegn einelti og ofbeldi. Við leggjum sérstaka áherslu á forvarnir gegn ofbeldi allan nóvembermánuð en það teljum við mjög mikilvægt í ljósi þess að ofbeldi fer vaxandi i heiminum og líka almennt í grunnskólum landsins. Við hefjum alltaf vikuna á vinasöng á sal þar sem vinaárgangar koma saman og syngja undir stjórn stórsöngvarans Stefáns Helga Stefánssonar. Starfsmenn munu einnig rækta vináttuna og leggja áherslu á að hrósa meira bæði nemendum og starfsfólki.

IMG_7172IMG_7174


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is