Víðistaðaskóli vináttuskóli

5.10.2020

Nú í upphafi skólaársins var innleitt í Víðistaðaskóla nýtt verkefni sem kallast Vináttuverkefni Barnaheilla og telst því Víðistaðaskóli vera vináttuskóli. Það rýmar vel við gildin okkar sem eru: Ábyrgð, virðing og vinátta.

Í ágúst fóru kennarar á yngsta stigi á námskeið hjá Barnaheill og lærðu að nota námsefnið og eru nú farin að vinna eftir því.

Markmið verkefnisins er að nemendur sem vinna með efnið sýni meiri samhygð, umhyggju og hjálpsemi gagnvart hvert öðru.

Námsefnið kemur í sérstakri tösku sem inniheldur stór umræðuspjöld. Á spjöldunum eru myndir af nemendum í mismunandi aðstæðum og aftan á spjöldunum umræðupunktar. Í töskunni er einnig bangsi sem heitir Blær og er aðalsöguhetja námsefnisins.

Efnið er danskt að uppruna og heitir á frummálinu Fri for Mobberi. Það er þýtt, staðfært og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fondern í Danmörku. Mikill áhugi og eftirspurn hefur verið á námsefninu víða um heim. Rannsóknir í Danmörku hafa leitt í ljós mjög góðan árangur af notkun Vináttu og þau börn sem eru í skólum þar sem unnið er með efnið sýna meiri samhygð, umhyggju og hjálpsemi gagnvart hvert öðru. Á Íslandi er Guðni TH. Jóhannesson, forseti Íslands verndari Vináttu.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is