Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa

18.2.2020

Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum við Hrauntungu og í Engidal. Leiðarljós skólastarfsins eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta sem birtist í öllu starfi skólans. Í skólanum er lögð áhersla á skóla án aðgreiningar og er nám einstaklingsmiðað þannig að hver nemandi fái námsefni og kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur. Unnið er eftir SMT skólafærni. Skólinn hefur nýlega fengið grænfánann á báðum starfsstöðvum og er lögð rík áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er metnaðarfullt starf með áherslu á skólaþróun og nýbreytni er varðar upplýsingatækni í skólastarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Vinnur náið með kennurum á miðstigi

· Er stuðningur við börn inni í bekk og á opnum svæðum

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa, t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám og talsverða reynslu í starfi.

· Íslenskukunnátta skilyrði

· Almenn tölvukunnátta

· Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum

· Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Stundvísi og samviskusemi

Ef ekki fæst einstaklingur í starfið sem uppfyllir námskröfur, kemur til greina að ráða einstakling sem hefur ekki lokið námi stuðningsfulltrúa eða sambærilegu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, í síma 6645890 eða í hronn@vidistadaskoli.is eða Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 6645891 eða valaj@vidistadaskoli.is

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.vidistadaskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2020

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is