• Graenfani_1544003678856

Víðistaðaskóli fékk Grænfánan afhentan í dag

5.12.2018

Víðistaðaskóli fékk þriðja Grænfánan afhentan í dag við Víðistaðatún og síðustu viku við Engidal, hann var sá áttundi í Engidal.

Í niðurstöðu á úttektinni sem fulltrúi frá Landvernd gerði á skólanum kom meðal annars fram að sorpflokkun sé komið í nokkuð fastar skorður, að nær eingöngu sé notaður endurunnin efniviður í textílkennslu og að útikennsla hafi verið efld og fleira sem við erum að gera vel. Eins og við vitum þó öll getum við og þurfum við að gera svo miklu miklu betur.

Við getum öll verið stolt af því að tilheyra skólasamfélagi sem flaggar Grænfána, en fyrst og fremst skulum við öll líta þennan fána sem tákn sem minnir okkur á það á hverjum einasta degi að við séum eins umhverfisvænt skólasamfélag og hvert og eitt okkar er tilbúið til að leggja á sig að vera.

Með því eigum við t.d. við að hvert og eitt heimili reyni eftir fremsta megni að senda börnin í skólann með nesti í margnota umbúðum.  Plast er risastórt vandamál  í alþjóðlegu samhengi og við sem lítið skólasamfélag verðum eins og allir aðrir að bæta okkur í því að draga úr plastneyslu. Við ætlum að einbeita okkur að því á nýju Grænfánatímabili. 

 

47386435_261156201228756_7503693030189170688_n47379495_496608337513890_2382547040606355456_n

 



 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is