Skólasetning í Víðistaðaskóla skólaárið 2022-2023

15.8.2022

Kæru foreldrar og forráðamenn

Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst hjá 2.-10. bekk með eftirfarandi skipulagi:

Kl.8:10 2.-4. bekkir

Kl.9:00 5.-7. bekkir

Kl.10:00 8.-10. bekkir

Skólasetning hefst á sal þar sem foreldrar eru velkomnir, síðan er farið í stofur með umsjónarkennurum. Engin kennsla verður þennan dag. 

Frístund verður lokuð. 

Miðvikudaginn 24. ágúst kl.8:10 verður skólasetning hjá 1. bekk á sal. Nemendur og foreldrar koma saman á sal, síðan hefst kennsla skv. stundaskrá og skólamatur byrjar hjá nemendum. 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is