Skipulagsdagur 13. nóvember

6.11.2020

Það eru sóttvarnaaðgerðir í gangi til 17. nóvember og óljóst hvað tekur við í framhaldinu. Föstudaginn 13. nóvember, eða rétt fyrir lok núverandi sóttvarnaaðgerða, er sameiginlegur starfs-/skipulagsdagur í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar og því ekkert skólastarf hjá nemendum. Fræðsluráð Hafnarfjarðar ákvað á 453. fundi sínum þann 4. nóvember að frístundaheimilin í grunnskólunum yrðu sömuleiðis lokuð þennan dag svo þau taka ekki á móti neinum nemendum þennan dag. Það er gert í þeim tilgangi svo starfsfólk frístundaheimilanna fái næði til samráðs í að undirbúa sig undir frekari breytingar á starfsemi sinni við þessar síbreytilegu aðstæður.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is