Skilaboð frá umhverfisráði

16.12.2021

Umhverfisráð Víðistaðaskóla, sem samanstendur af nemendum úr öllum árgöngum skólans, fundaði á dögunum.

Þau vilja koma eftirfarandi skilaboðum til allra foreldra, nemenda og starfsfólks skólans:

- Oft þarf fólk ekki að breyta miklu í sínum daglegu venjum til að gera mikið gagn

  • Flokka aðeins betur.
  • Kaupa frekar vörur í umhverfisvænni umbúðum.
  • Vera meðvitað um uppruna vörunnar og kolefnisspor hennar.
  • Nýta hvern hlut aðeins betur, það þarf ekki alltaf að kaupa strax nýtt.
  • Versla frekar í búðum sem huga að umhverfismálum.
  • Nota oftar umhverfisvænni ferðamáta s.s. ganga, hjóla, almenningssamgöngur.
  • Áður en covid grímur fara í ruslið, þarf að klippa böndin svo dýrin festast ekki í þeim.

- Hugum að flugeldunum.

  • Kaupum minna af flugeldum og notum peninginn í eitthvað skynsamlegra.
  • Hreinsum upp flugeldaruslið strax á nýju ári.

Gleðileg græn jól

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is