Skilaboð frá umhverfisráði

27.10.2021

Umhverfisráð Víðistaðaskóla, sem er lýðræðislega kjörið ráð nemenda úr öllum bekkjum skólans. Þessir flottu nemendur vilja koma eftirfarandi skilaboðum til allra nemenda og foreldra:

· Þau vilja hvetja alla til þess að koma gangandi eða hjólandi í skólann og draga þannig úr bílafjölda og mengun. Munum þó eftir endurskinsmerkjunum.

· Þau vilja líka hvetja alla til þess að nýta alla hluti vel. Það þarf ekki alltaf að kaupa ný föt eða nýja hluti, heldur er hægt að kaupa notað og nota hlutina lengur.

· Nú þegar styttist í hrekkjavökuna er sérstök áskorun fyrir alla að vera í búningum sem eru gömul föt, eða skiptast á búningum í stað þess að kaupa nýja.

Eins og allir vita er Víðistaðaskóli grænfánaskóli. Það þýðir að við hugsum vel um jörðina okkar og gerum allt sem stuðlar að betri loftslagsmálum. Ráðið hefur sett sér markmið fyrir þetta skólaár sem er:

- Að draga úr matarsóun í skólanum og

- Að auka fræðslu til allra nemenda og auka þannig og bæta vitund á mikilvægi þess að hugsa vel um umhverfið.

-Grænn skóli betri framtíð-


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is