Nýr barnahnappur og barnasáttmáli

Innleiðing á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna heldur áfram

7.2.2024

Í byrjun árs 2024 var sérstakur hnappur settur upp á spjaldtölvur nemenda í 5.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar. Táknið eða hnappurinn opnar aðgang að síðu þar sem börn og ungmenni geta lýst líðan sinni, áhyggjum eða aðstæðum og óskað eftir aðstoð frá námsráðgjafa skólans eða barnavernd fyrir sig sjálf eða aðra. Þegar óskað er eftir aðstoð í gegnum táknið hefur námsráðgjafi samband við þann sem sendir skilaboðin og fær nánari upplýsingar ásamt því að upplýsa foreldra um hjálparbeiðnina, sé talin ástæða til. Úrvinnsla fer síðan að verkferlum skólans þar sem velferð barnsins er höfð að leiðarljósi.

Frekari upplýsingar um nýjan barnahnapp og barnasáttmálann

Kynningarmyndband um barnahnappinn


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is