Jólaskemmtanir

14.12.2021

Kæru nemendur, foreldrar og forsjáraðilar

Aðventan í skólanum hefur verið notaleg, skólinn hefur verið fallega skreyttur allan desembermánuð og nemendur hafa föndrað, sungið og farið í göngur um fallega jólabæinn okkar. Nú líður að jólum og er síðasta kennsluvikan hafin. Jólaleyfi hefst 17. desember að loknum jólaskemmtunum og stofujólum.

Jólahald síðustu dagana verður með eftirfarandi hætti:

16. desember

Síðasti kennsludagurinn samkvæmt stundaskrá og þann dag verður einnig jólamatur fyrir nemendur og starfsfólk.

Unglingadeildin er með skemmtun á sal seinni partinn en því miður gátum við ekki boðið foreldrum eins og hefð er fyrir vegna sóttvarnareglna.

Kl.18:00, 8. bekkur mætir á sýningu á sal þar sem 10. bekkur sýnir atriði úr söngleik ársins Litla hryllingsbúðin. Að lokinni sýningu halda nemendur til stofu með umsjónarkennara og eiga saman jólastund til um 20:00.

Kl. 18:30, 9. og 10. bekkir mæta á sýningu á sal þar sem 10. bekkur sýnir atriði úr söngleik ársins Litla hryllingsbúðin. Að lokinni sýningu halda nemendur til stofu með umsjónarkennara og eiga saman jólastund til um 20:00.

17. desember

Jólaskemmtanir og stofujól hjá 1. – 7. bekk. Nemendur í 1. – 5. bekk dansa í kringum jólatréð í hátíðarsal skólans og hitta jólasveinana síkátu.

1.bekkur 8:30 – 9:30

2.bekkur 8.30 – 9:30

3. bekkur 9:30 - 11:00

4. bekkur 9:30 - 11:00

5. bekkur 10:00 -11:00

6. bekkur 9:00 -10:00

7. bekkur 9:00 -10:00

Frístundaheimilið Hraunkot er opið fyrir þá sem þar eru skráðir að lokinni jólaskemmtun og samkvæmt auglýstri opnun í jólaleyfinu.

Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 3. janúar 2022 á nýju ári.

Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs.

Við þökkum fyrir ánægjulegar stundir og frábært samstarf á árinu sem er að líða.

Starfsfólk og stjórnendur Víðistaðaskóla 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is